Þriðjudagur 5. nóvember, 2024
10.7 C
Reykjavik

Séra Davíð tók Jens Garðar til bæna í Silfrinu: „Sjálfstæðismenn skilja ekki vanhæfi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það var hart tekist á í Silfrinu á RÚV í gær um ýmis málefni og var sjávarútvegurinn tekinn sérstaklega fyrir og þar vakti séra Davíð Þór Jónsson, frambjóðandi Sósíalistaflokksins, mikla athygli en hann tók Sjálfstæðisflokkinn og Jens Garðar Helgason, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir í umræðunni og lét allt flakka.

„Við skulum nú halda því til haga að þegar síðasti Samherja skandall kom upp á þá hringdi sjávarútvegsráðherra Sjálfstæðisflokksins beint í vin sinn hjá Samherja og spurði hvernig honum liði,“ sagði presturinn um Sjálfstæðisflokkinn og sjávarútveginn. „Þannig að það er löng hefð fyrir því að útgerðarauðvaldið plasseri sínum sendiboða í öruggt sæti á lista Sjálfstæðisflokksins þannig að við skulum átta okkur á því að Jens Garðar er ekki bara þingmannsefni, hann er sjávarútvegsráðherraefni Sjálfstæðisflokksins. Ég held að það leiki enginn vafi á því. Hann er með það sterk sambönd og hagsmunatengsl inn í sjávarútveginn. Ég held að það blasi við og liggi í augum uppi vegna þess að Sjálfstæðismenn skilja ekki vanhæfi á grundvelli hagsmunatengsla eins og komið hefur fram. Sjálfstæðismenn líta svo á að það sé hlutverk ríkisvaldsins að passa auðvaldið fyrir almenningi en sósíalistar líta svo á að það sé hlutverk ríkisvaldsins að passa almenning fyrir auðvaldinu.“

Jens Garðar var vægast sagt ósáttur með orð Davíðs og sagði málflutning hans óboðlegan en Jens hefur starfað í sjávarútveginum stóran hluta ævi sinnar og var meðal annars formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi á árunum 2014 – 2020.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -