Næsti biskup Íslands verður séra Guðrún Karls Helgudóttir en tilkynnt var um á heimsíðu Þjóðkirkjunnar. Stóð valið milli hennar og séra Guðmundar Karls Brynjarssonar en Guðrún fékk 52,19% atkvæða í seinni umferð biskupskjörs.
Alls voru 2.282 einstaklingar á kjörskrá þar af 167 prestar og djáknar. Guðrún tekur við af Agnesi M. Sigurðardóttur og valdatíð hennar undanfarin ár hafa þótt umdeild í augum margra en Agnes hefur verið biskup Íslands síðan árið 2012.
„Nýr biskup tekur ekki við sömu kirkju og ég gerði fyrir tólf árum. Það hefur allt breyst í kirkjunni. Það er búið að breyta skipulaginu og setja ný lög um kirkjuna,“ sagði Agnes við Vísi um nýkjörinn biskup.
Guðrún hefur verið prestur í Grafarvogskirkju síðan 2008 og starfað sem sóknarprestur þar frá árinu 2016. Hún verður vígð í Hallgrímskirkju 1. september næstkomandi.