Mánudagur 23. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Séra Hjalti Jón um Yazan: „Hvað stoðar manninn að eignast allan heiminn en glata sálu sinni?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Um 300 manns mætti á samstöðufund með hinum 11 ára gamla Yazan Tamimi við Hverfisgötu 4, þar sem ríkisstjórnarfundur hófst klukkan 8:15 í morgun.

Mótmælin fóru friðsamlega fram en kór söng nokkuð falleg lög „til að kenna ráðherrum kærleika“ á milli þess sem kallað var slagorð á borð við „Yazan á heima hér“ og „öll börn eru okkar börn“. Þá héldu þeir Stefán Már Gunnlaugssson, formaður Duchenne-samtakanna og Hjalti Jón Sverrisson prestur í Laugarneskirkju magnþrungnar ræður og Einar Már Guðmundsson rithöfundur flutti ljóð.

Frá samstöðufundinum í morgun.
Ljósmynd: Björgvin Gunnarsson

Mannlíf ræddi við séra Hjalta Jón Sverrisson og spurði hann út í mál Yazan: „Ef við stöndum ekki með þessum litla dreng þá erum við búin að týna sálu okkar. Hvað stoðar manninn að eignast allan heiminn en glata sálu sinni? Það er það sem ég hef reynt að lifa eftir og ég held að við höfum mörg reynt að lifa eftir, að það sé eitthvað sem er í kjarna sálu okkar sem skiptir máli, sem snýr að virði hverrar einustu manneskju, hvaðan sem hún kemur, tölum nú ekki um 11 ára gamlan langveikan dreng sem er að flýja þjóðarmorð,“ sagði Hjalti Jón og komst svolítið við.

rá samstöðufundinum í morgun.
Ljósmynd: Björgvin Gunnarsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -