Séra Vigfús Þór Árnason er látinn en hann var 78 ára gamall. Morgunblaðið greinir frá andláti hans. Vigfús fæddist árið 1946 í Reykjavík og starfaði sem ungur maður að æskulýðsmálum. Þegar hann varð eldri lauk hann kennaraprófi og stúdentsprófi. Árið 1975 lauk hann svo embættisprófi í guðfræði frá Háskóla Íslands. Hann var vígður sóknarprestur við Siglufjarðarprestakall árið 1976 og þjónaði guði þar árum saman. Hann var síðar kjörinn fyrsti sóknarprestur í Grafarvogsprestakalli árið 1989 en lét af störfum vegna aldurs árið 2016. Vigfús lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn.