Sérsveit lögreglu var kölluð út í verslunina Attikk við Laugaveg í gærkvöldi. Þar hafði hópur fólks farið inn í verslunina og hafði í hið minnsta einn meðlimur hópsins hníf í fórum sínum. Ekki liggur fyrir hvort hópurinn hafi ætlað að fremja rán en var sérsveit kölluð út vegna þess að um hnífaburð var að ræða.
Mun þetta ekki í fyrsta skipti sem verslunin Attikk lendir í slíkum hremmingum en brotist var inn í verslunina í ágúst á síðasta ári. Þá höfðu þjófarnir á brott með sér nokkur verðmæti en verslunin selur notaðar merkjavörur á borð við Gucci, Prada, Chanel og fleiri.