Löreglu barst tilkynning í gærkvöld um hóp manna sem veittust að einum. Þá kemur fram í dagbók lögreglu að einn árásarmannanna er grunaður um að hafa haldið hníf upp að manninum. Sérsveit var kölluð á vettvang en þegar þangað var komið reyndist sem betur fer um að ræða minniháttar ágreiningur. Nokkrir úr hópi árásarmannanna höfðu látið sig hverfa af vettvangi, meðal annars sá sem talinn var vopnaður. Lögreglu tókst ekki að hafa upp á mönnunum.
Síðar um kvöldið var lögregla kölluð út í Konukot þar sem kona hafði ráðist á starfsmenn og hrækt á þá. Konan var í annarlegu ástandi undir áhrifum fíkniefna og neitaði að fara að fyrirmælum lögreglu. Það var því lítið annað til ráða en að handtaka konuna sem gistir í fangaklefa lögreglu.