Föstudagur 15. nóvember, 2024
2.7 C
Reykjavik

Sérsveitin réðst til atlögu á Vernd: „Það er ýmislegt í gangi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sérsveit ríkislögreglustjóra réðst rétt fyrir klukkan 14:00 í dag inn á áfangaheimilið Vernd í Laugardalnum. Vitni segja að einn maður hafi verið leiddur út í handjárnum. Samkvæmt heimildum Mannlífs er maðurinn ungur að aldri og er hann grunaður um líkamsárás. Alls voru tveir lögreglubílar og einn ómerktur bíll sérsveitarinnar á staðnum samkvæmt vitnum.

„Það er ýmislegt í gangi,“ svöruðu lögreglumenn þegar þeir voru spurðir af nágrönnum Verndar hvað hafði gerst þegar aðgerðinni var lokið.

Starfsemi Verndar er ætlað að hjálpa föngum að komast aftur í samfélagið og er vera þeirra á áfangaheimilinu háð ýmsum skilyrðum svo sem vinnu og/eða námi. Þá er öll neysla vímuefna bönnuð á meðan vist stendur yfir og strangar reglur um útivist.

Skiptir ekki máli hvar fólk býr

„Ég held að lögreglan hafi bara viljað ná tali af manni sem býr þar, það var ekkert annað í gangi,“ sagði Þráinn Bj. Farestveit, framkvæmdastjóri Verndar, í samtali við Mannlíf um málið.

„Ekki grænan. Ég hef engar hugmyndir um svoleiðis,“ sagði Þráinn um hvort hann vissi af hverju sérsveitin hafi handtekið manninn. „Það er auðvitað bara eins og út í samfélaginu að viðbrögð við allskonar málum eru oft þannig að það sé hægt að lesa meira en minna úr því sem í rauninni að gerast. En það er eðlilegt að ef menn eru grunaðir um eitthvað, hvar sem þeir búa, að mál séu auðvitað skoðuð með þeim augum sem litið er á þau. Svo verða menn að svara fyrir það ef það er rétt eða rangt sem borið er upp á þá. Ég veit ekki hvað í slíkum tilvikum er oft eitthvað sem liggur fyrir, eða jafn vel ekkert þannig að maður veit ekki hvað er í þessu máli frekar heldur en öðrum. En lögreglan vildi greinilega ná tali af einstaklingi sem býr á Vernd og málið er ekkert snúnara, eða meira upp á sig, en það.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -