Laugardagur 16. nóvember, 2024
-0.1 C
Reykjavik

Sérsveitin ruddist inn á hótel í miðbænum og handtók þrjá vopnaða aðila

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sérsveitin ruddist inn á hótel í miðborginni í gærkvöld og handtók þrjá aðila.

Aðilarnir þrír voru vopnaðir skotvopnum, skotfærum og með fíkniefni í fórum sínum. Lögreglan naut aðstoðar Sérsveitar Ríkislögreglustjóra við aðgerðirnar. Voru aðilarnir vistaðir í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.

Í gærkvöld barst lögreglu einnig tilkynning um eignarspjöll á grunnskóla í austurborginni. Höfðu þar ungmenni valdið skemmdum með flugeldum.

Nokkuð rólegt var að öðru leiti samkvæmt dagbók lögreglu en nokkrir voru teknir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Þá barst tilkynning um innbrot í hverfi 109 en innbrotsþjófurinn var á brott er lögreglu bar að.

Einnig barst tilkynning um ljós á „glæfralegum stað“ í Úlfarsfelli eins og það er orðað í dagbókinni. Er lögreglan kannaði málið betur reyndust þetta vera fólk á skíðum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -