Þriðjudagur 10. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Setja háttsetta Íslendinga á peningaþvættislista: „Ég mun kæra þetta til lögreglu“ 

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ásgeir Rúnar Helgason, dósent við Háskólann í Reykjavík verður senn settur á lista yfir „einstaklinga í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla“, sem þjónustufyrirtækið Keldan setur saman. Búast má við því að fleiri „hátt settir“ einstaklingar fari á listann.

Keldan ehf. er þjónustufyrirtæki á sviði upplýsingamiðlunar en fyrirtækið er í eigu þeirra Arnar Þórðarsonar, Dags Gunnarssonar, Thor Thors, Tómasar Áka Tómassonar og Höskuldar Tryggvasonar. Meðal þess sem fyrirtækið fæst við er að búa til svokallaðan Pep lista en þar er nöfnum einstaklinga á Íslandi, sem fyrirtækið telur vera í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla í samræmi við ákvæði laga nr. 140/2018 um peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Thor Thors
Einn af eigendum Keldunnar ehf.
Örn Þórðarson, einn af eigendum Keldunnar.

Vísindamaðurinn og dósentinn Ásgeir Rúnar Helgason fékk á dögunum það sem hann kallar „hótunarbréf“ frá Keldu þar sem honum er tjáð að innan tveggja vikna frá dagsetningu bréfsins, verði hann settur á Pep lista fyrirtækisins. Ástæða þess að Ásgeir er talinn vera í áhættuhópinum er sú að hann þekkir Hólmfríði Jenný Árnadóttur, leik- og grunnskólakennara og oddviti Vinstri grænna í Suðurkjördæmi. Ásgeir Rúnar var áður varaoddviti flokksins í kjördæminu og því vel kunnugur Hólmfríði. Hvers vegna kunningsskapur þeirra hringi viðvörunarbjöllum Keldunnar og setji Ásgeir Rúnar á áhættulista vegna peningaþvættis og fjármögnunar hryðjuverka er ómögulegt að segja til um. Undir bréfið skrifar „Starfsfólk Keldunnar ehf.“

Mannlíf hringdi í Kelduna en fékk þau svör frá stúlkunni sem svarar í síma að hún taki niður númer blaðamannsins og láti einhvern sem þekki til listans hringja. Það var í morgun en síðan hefur ekkert símtal borist.

Í bréfinu sem Ásgeir fékk og Mannlíf er með undir höndum, segir að „Keldan og tilkynningaskyldir aðilar teljast sameiginlegir ábyrgðaraðilar vinnslunnar skv. 23. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018.“ Hvergi kemur þó fram hvaða tilkynningaskyldu aðilar er um að ræða. Í bréfinu stendur einning: „Samkvæmt peningaþvættislögum ber tilkynningaskyldum aðilum að hafa viðeigandi kerfi, ferla og aðferðir til að meta hvort viðskiptamenn þeirra eða raunverulegir eigendur séu í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla. Tilgangur vinnslu Keldunnar og framangreind skráning á listann er því að gera þessar upplýsingar um einstaklinga í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla aðgengilegar fyrir tilkynningarskylda aðila.“

Á heimasíðu hugbúnaðarfyrirtækisins Kóða, sem rekur Kelduna er tilkynning þar sem sagt er frá pep listanum en þar stendur:

- Auglýsing -

Keldan hefur hafið undirbúning á svokölluðum PEP lista yfir einstaklinga með stjórnmálaleg tengsl auk tengdra aðila sem skilgreindir eru af stjórnvöldum. Listinn mun nýtast þeim aðilum sem hafa heimild til við framkvæmd áreiðanleikakönnunar á eigin viðskiptavinum með lægri tilkostnaði en þekkist á markaðnum í dag.

Þeir einu sem munu hafa aðgang að PEP lista Keldunnar eru tilkynningarskyldir aðilar (bankar, bókhaldsstofur, lögmenn, og fleiri) sem bera lagaskyldu til að hafa aukið eftirlit með þeim viðskiptavinum sínum sem teljast hafa stjórnmálaleg tengsl. Lögum samkvæmt eru einstaklingar með stjórnmálaleg tengsl ef þeir eru eða hafa verið háttsettir í opinberri þjónustu. Þá fellur nánasta fjölskylda þeirra og nánir samstarfsmenn einnig í þann flokk að vera með stjórnmálaleg tengsl.

Grundvallarforsenda fyrir því að tilkynningarskyldir aðilar geti uppfyllt aukið eftirlit er að hafa réttar upplýsingar um hverjir teljist hafa stjórnmálaleg tengsl. Það er kostnaðarsamt, tímafrekt og erfitt (ef ekki ómögulegt) fyrir þessa aðila að halda utanum slíka lista sjálfir. Listinn er því ætlaður til að aðstoða tilkynningarskylda aðila að fullnægja þeirri lagaskyldu sem hvílir á þeim.

- Auglýsing -

Sambærilegir listar eru til út um allan heim enda er að finna sambærilega lagaskyldu í flestum löndum. Slíkir listar eru í eðli sínu notaðir til að minnka líkur á peningaþvætti.

Hvað varðar vinnslu persónuupplýsinga hefur verið höfð hliðsjón af leiðbeiningum Persónuverndar í fyrirliggjandi málum um rekstur slíkra lista.

Keldan hefur sent út bréf þar sem einstaklingum hefur verið tilkynnt um fyrirhugaða skráningu á PEP lista. Þar er aðilum gefið tækifæri til að koma á framfæri athugasemdum eða óska eftir leiðréttingu áður en viðkomandi verður skráður á listann.

Ásgeir Rúnar hyggst kæra Kelduna samkvæmt Facebook-færslu hans sem hann birti í fyrradag: „Ég mun kæra þetta til lögreglu, en datt í hug að tékka á því hvort fleiri en ég hafi fengið svona hótunarbréf.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -