Sunnudagur 5. janúar, 2025
-8.2 C
Reykjavik

Setningarnar máttu hvorki vera flóknar né of langar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bókin Nýjar slóðir er skrifuð fyrir fólk af erlendum uppruna sem hefur lært grunninn í íslensku.

 

Nýlega kom bókin Nýjar slóðir út. Bókin er skrifuð fyrir fólk af erlendum uppruna sem er búið að læra grunninn í íslensku. Höfundur bókarinnar, Kristín Guðmundsdóttir, segir skort hafa verið á bókum sem þessum fyrir fullorðna.

Nýjar slóðir inniheldur 12 sjálfstæðar léttlestrarsögur af ýmsu tagi. „Sögurnar koma inn á íslenska málfræði, sögu, menningu og fleira sem við kemur okkar samfélagi,“ segir hún.

Hugmyndin að bókinni kviknaði þegar spænsk vinkona Kristínar, Becky, sagði Kristínu að það vantaði léttlestrarbækur á markaðinn fyrir fólk sem hefur lært íslensku. Kristín ákvað að stökkva á tækifærið og skrifa bók fyrir þennan hóp. „Fram til þessa hefur þessi markhópur verið óplægður akur og er þess virði að vekja athygli á.“

„Vonandi hjálpar bókin einhverjum þarna úti.“

Spurð út í hvernig það hafi verið að skrifa bókina segir Kristín það hafa verið bæði gaman og áhugavert. „Maður verður að passa sig á að hafa setningarnar hvorki of flóknar né of langar. Ég reyndi að hafa sögurnar fjölbreyttar og skrifaðar þannig að þær myndu vekja áhuga fólks. Svo fléttaði ég sögu Íslands inn í eina og eina sögu enda hef ég áhuga á sögu og menningu,“ segir Kristín. Hún bætir við: „Vonandi hjálpar bókin einhverjum þarna úti.“

Kristín sýndi Becky vinkonu sinni bókina áður en hún kom út og bað um álit. „Ég bar bókina undir Becky og börnin hennar áður en ég gaf hana út. Þau voru mjög ánægð og hvöttu mig áfram. Það gaf mér byr undir báða vængi að halda áfram.“

- Auglýsing -

Kristín bendir á að áhugasamir geti sent henni tölvupóst hafi fólk áhuga á að kaupa bókina, á netfangið [email protected]. „Bókasafn Reykjanesbæjar og Kópavogs eru þegar búin að kaupa hana af mér. Bókin er líka komin á Storytel.is, það var gert svo fólk gæti hlustað á hana með það las. Svo fólk heyri hvernig orðin eru borin fram.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -