Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Sex fluttir á sjúkrahús eftir tveggja bíla árekstur í Öræfum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Um klukkan hálf eitt í dag varð tveggja bíla árekstur skammt frá Fagurhólsmýri í Öræfum.

Þrír voru í sitthvorum bílnum en eitthvað var um slys á fólki en ekki alvarleg.

Gunnar Már Garðarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir í samtali við RÚV að talsvert minna hafi verið um slys á fólki í árekstrinum en fyrstu upplýsingar bentu til. Allir, þar á meðal eitt óslasað barn voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann til skoðunar en tveir hlutu áverka við áreksturinn.

Slysið bar þannig að, að tvær bifreiðar sem komu úr gagnstæðri átt rákust saman en gríðarleg hálka er á veginum. Það var um klukkan hálf eitt sem tilkynning um slysið barst en fyrstu viðbragðsaðilar komu um klukkustun síðar á vettvang.

Var veginum lokað á meðan aðgerðir stóðu yfir en hefur nú verið opnaður aftur. Talsverð röð myndaðist á meðan eins og sjá má á ljósmyndinni sem birtist með fréttinni. Bifreiðarnar eru báðar illa farnar eftir áreksturinn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -