Fimmtudagur 14. nóvember, 2024
8.6 C
Reykjavik

Sex manna áhöfn hætt komin þegar mikil eldsprenging varð í bát þeirra – Yfirbyggingin varð alelda

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í byrjun febrúar 1996 var áhöfn rækjuskipsins Kofra frá Súðavík hætt komin þegar eldur kviknaði djúpt út af Vestfjörðum.

Vélstjóri bátsins varð fyrstur var við eldinn sem kviknaði í vélarrúminu. Sá hann fljótt að ljóst væri að ekki þýddi að berjast við eldinn. Skömmu síðar varð gríðarleg eldsprengja í vélarrúminu en við sprenginguna varð yfirbyggingin alelda. Allir sex áhafnarmeðlimir skipsins drifu sig þá í gúmmíbát. Það var svo áhöfnin á Bessa frá Súðavík sem bjargaði mönnunum um borð en þá höfðu þeim dottið það snjallræði í hug að láta gúmmíbát sinn reka við stefni hins brennandi skips, svo auðveldara væri að finna þá. Varð þeim ekki meint af.

DV fjallaði um málið á sínum tíma en hér má lesa fréttina:

Sex skipverjar á Kofra frá Súðavík í hættu staddir í eldsvoða:

Gífurleg eldsprenging og yfirbygging alelda

– ákváðu þá að yfirgefa skipið, fóru í gúmmíbát og var bjargað þaðan

Gífurleg eldsprenging varð í vélarrúmi rækjuskipsins Kofra frá Súðavík snemma í gærmorgun þegar skipið var statt djúpt út af Vestfjörðum. Skipverjarnir sex voru þá að berjast við eld sem kviknaði skömmu áður og ákváðu að yfirgefa skipið og fara í gúmmíbát. Áhöfn Bessa frá Súðavík bjargaði mönnunum en þá höfðu Koframenn látið bát sinn reka við stefni hins logandi skips til að björgunarmenn ættu auðveldara með að finna þá í myrkrinu. Samkvæmt upplýsingum DV í gærkvöld var Bessi væntanlegur til Súðavíkur í kvöld en togarinn tók Kofra í tog. Ingimar Halldórsson, framkvæmdastjóri Frosta, sagði í samtali við DV í gærkvöld að þegar sprengingin varð hefði öll yfirbygging skipsins orðið alelda. Hann sagði jafnframt að vélstjóri hefði orðið fyrstur var við eldinn og mætti hann eldhafi þegar hann fór niður í vél. Þegar hann kom upp aftur varð ljóst að ekki var hægt að berjast við eldinn. Reyndu skipverjar þá að freista þess að kæfa hann með því að loka fyrir allar loftleiðir en það bar ekki árangur. Þegar eldsprengingin kom varö yfirbyggingin alelda á svipstundu, að sögn Ingimars, og fóru sexmenningarnir þá í gúmmíbát. Mennina sakaði ekki. Kofri ÍS 41 var smíðaður í Njarðvík árið 1984.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -