Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, er kominn með Covid-19 veiruna. Greindi hann frá fréttinni á Facebook-síðu sinni í dag. Má því segja að eitt af síðustu vígunum sé fallið enda virðist sem nánast allir Íslendingar hafi nú fengið veiruna, sem auðvitað er ekki alveg rétt.
Segist Guðni nokkuð slappur og að vegna fimm daga smitgátarinnar muni dagskrá hans raskað svolítið.
„Þar kom að því. Ég er kominn með covid, vaknaði í morgun með einkenni flensu, fannst mér – þurran hósta, beinverki og almennt slen. Tók heimapróf til öryggis og línurnar tvær komu glöggt í ljós. Það er þó ekkert til að kvarta undan og ég vonast til að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið um leið og tök eru á. Nú vona ég að enginn hafi smitast af mínum völdum á viðburðum undanfarinna daga. Farið vel með ykkur og góða helgi.“