Ýmis mál komu á borð lögreglu í nótt.
Tilkynnt var um þessi hefðbundnu mál sem lögeglan sinnir nánast allar nætur. Þjófnaður og ofurölvun í miðbænum. Innbrot í bifreið í Vesturbænum. Flytja þurfi einstakling sem datt af rafmagnhlaupahjóli á sjúkrahús með sjúkrabíl.
Óvenjulegasta málið var hins vegar að einhver tilkynnti mikil læti frá hönum í Kópavogi til lögreglu. Ekki liggur fyrir hvort þeir hafi verið að gala eða um öðruvísi læti hafi verið að ræða. Berist Mannlífi frekari fréttir af þessu atviki þá verður fjallað um það ítarlega.