Laugardagur 28. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Sigfús er látinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fyrrverandi forstjóri Heklu, Sigfús Ragnar Sigfússon lést á líknardeild Landakotsspítala 29. apríl síðastliðinn. Sigfús var 79 ára.

Mbl.is sagði frá andláti Sigfúsar. Hann fæddist 7. október 1944 í Reykjavík og ólst upp í Vesturbænum. For­eldr­ar hans voru Sig­fús Berg­mann Bjarna­son, stofn­andi og for­stjóri Heklu, og Rann­veig Ingi­mund­ar­dótt­ir hús­freyja.

Þegar Sigfús lauk grunnskólanámi útskrifaðist hann úr menntaskóla í Sviss, eftir þriggja ára nám. Eftir það nam hann viðskiptafræði í Wisconcin háskóla í Madison, Bandaríkjunum. Eftir útskrift þar sótti Sigfús sér viðbótarmenntun í Stanford-háskóla í Kaliforníu.

Sumarið 1967 snéri Sigfúst heim frá Bandaríkjunum og byrjaði að vinna í fjölskyldufyrirtækinu, Heklu, sem faðir han stofnaði árið 1933. Sigfús eldri varð bráðkvaddur sama haust en Sigfús yngri sagði í afmælisgrein í Morgunblaðinu 7. október árið 2019, að lífið hafi breyst mikið þegar faðir hans lést, hann hefði hlakkað til að starfa með föður sínum þegar hann kæmi heim úr náminu. Sigfús ákvað að hætta í Heklu og var ráðinn hjá ÍSAL í Straumsvík. Starfaði hann þar í þrjú ár en sneri síðan aftur til starfa í Heklu.

Í Heklu gengdi Sigfús ýmsum störfum og tók seinna við af bróður sínum, Ingimundi, sem forstjóri árið 1990. Árið 2002 urðu eigendabreytingar á bílaumboðinu en Sigfús vann áfram í nokkur ár sem starfandi stjórnarformaður. Auk starfa sinna í Heklu var hann tímabundinn formaður Bílgreinasambandsins og stjórnarformaður Vífilfells.

Fyrri eiginkona Sigfúsar var Guðrún Norberg, fædd 1942 og látin 2023. Eftirlifandi eiginkona hans er María Solveig Héðinsdóttir, fædd 1958.

- Auglýsing -

Börn­in eru Aðal­steinn G. Nor­berg, fæddur 1961, Sig­fús Bjarni, fæddur 1968, Mar­grét Ása, fædd 1971, Rann­veig, fædd 1975, Guðrún Helga, fædd 1980, Ingi­mund­ur Sverr­ir, fæddur 1981, Stefán Þór, fæddur 1984, og Ingi­björg María, fædd 1984. Barna­börn­in eru 21 og langafa­börn­in átta.

Útför Sig­fús­ar verður frá Lang­holts­kirkju 10. maí kl. 13.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -