Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Sigga, Beta og Elín sigruðu Reykjavíkurdætur með rúmlega 8.000 atkvæðum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stigafjöldi þeirra atriða sem kepptu til sigurs í Söngvakeppni sjónvarpsins hefur nú verið opinberaður á vef RÚV. Bæði er hægt að sjá dreifingu atkvæða úr símakosningum, sem og atkvæði frá alþjóðlegri dómnefnd.

Systurnar Sigga, Beta og Elín sigruðu Reykjavíkurdætur með 8.153 fleiri heildaratkvæðum í úrslitum Söngvakeppninnar á laugardaginn.

Heildarfjöldi atkvæða systranna var 77.380 á móti 69.227 atkvæðum Reykjavíkurdætra.

 

Reykjavíkurdætur efstar hjá dómnefnd og í fyrri kosningu

Lagið Turn This Around með Reykjavíkurdætrum var þó efst á blaði hjá bæði dómnefnd og í símakosningunni eftir fyrri umferð kvöldsins. Þannig voru þær með 26.320 atkvæði eftir fyrri símakosningu kvöldsins. Lagið Með hækkandi sól var þar í öðru sæti með 24.083 atkvæði.

Atkvæði alþjóðlegu dómnefndarinnar, sem hafði 50 prósenta vægi á móti símakosningunni, voru á þann veg að Reykjavíkurdætur hlutu 19.437 atkvæði á móti 18.141 atkvæði Siggu, Betu og Elínar.

- Auglýsing -

Þannig urðu heildarúrslit fyrri símakosningar og atkvæða dómnefndar þannig að Reykjavíkurdætur voru í fyrsta sæti með 45.757 atkvæði og þær Sigga, Beta og Elín í öðru sæti með 42.224 atkvæði. Bæði lögin fóru með atkvæðin úr fyrri umferðinni með sér í einvígið.

 

Systurnar sigruðu seinni kosningu með yfirburðum

Í seinni símakosningunni, í einvígi milli efstu laganna tveggja, fengu þær Sigga, Beta og Elín 35.156 atkvæði á móti 23.470 atkvæðum Reykjavíkurdætra. Þar munaði því 11.686 atkvæðum á atriðunum.

- Auglýsing -

Líkt og fyrr segir voru samanlögð atkvæði laganna tveggja, úr báðum símakosningum og frá dómnefnd, þannig að Sigga, Beta og Elín sigruðu með 8.153 atkvæða forystu.

Hér fyrir neðan má sjá atkvæðafjölda hvers lags á úrslitakvöldinu.

 

Niðurstaða fyrri símakosningar í úrslitum:

  1. Reykjavíkurdætur – Turn This around: 26.320 atkvæði
  2. Sigga, Beta & Elín – Með hækkandi sól: 24.083 atkvæði
  3. Amarosis – Don’t you know: 12.506 atkvæði
  4. Stefán Óli – Ljósið: 9.126 atkvæði
  5. Katla – Þaðan af: 5.972 atkvæði

 

Niðurstaða dómnefndar í úrslitum:

  1. Reykjavíkurdætur – Turn This around: 19.437 atkvæði
  2. Sigga, Beta & Elín – Með hækkandi sól: 18.141 atkvæði
  3. Katla – Þaðan af: 15.031 atkvæði
  4. Stefán Óli – Ljósið: 13.476 atkvæði
  5. Amarosis – Don’t you know: 11.921 atkvæði

 

Niðurstaða seinni símakosningar í einvígi:

  1. Sigga, Beta & Elín – Með hækkandi sól: 35.156 atkvæði
  2. Reykjavíkurdætur – Turn this around: 23.470 atkvæði

 

Heildarniðurstaða í úrslitum:

  1. Sigga, Beta og Elín – Með hækkandi sól: 77.380 atkvæði
  2. Reykjavíkurdætur – Turn This Around: 69.227 atkvæði

 

Sigga, Beta og Elín sigruðu Söngvakeppni sjónvarpsins. Mynd/skjáskot RÚV.

 

Í undanúrslitum kepptu lögin á sitthvoru kvöldinu. Þær Sigga, Beta og Elín unnu öruggan sigur í sínum undanúrslitum, með 10.788 atkvæði. Næsta lag á eftir hlaut 7.017 atkvæði.

Reykjavíkurdætur unnu afgerandi sigur á seinna undanúrslitakvöldinu, með 13.137 atkvæði á móti 5.251 atkvæði lagsins sem var í öðru sæti.

Sjö dómarar skipuðu hina alþjóðlegu dómnefnd sem hafði 50 prósenta vægi á móti fyrri símakosningu úrslitakvöldsins. Hver og einn þeirra átti að raða lögunum upp eftir gæðum, að eigin mati.

Atkvæði þeirra féllu með eftirfarandi hætti:

Dómari 1

  1. Sigga, Beta & Elín – Með hækkandi sól
  2. Katla – Þaðan af
  3. Stefán Óli – Ljósið
  4. Reykjavíkurdætur – Tökum af stað
  5. Amarosis – Don’t You Know

Dómari 2

  1. Reykjavíkurdætur – Turn this around
  2. Sigga, Beta & Elín – Með hækkandi sól
  3. Amarosis – Don’t you know
  4. Katla – Þaðan af
  5. Stefán Óli – Ljósið

Dómari 3

  1. Reykjavíkurdætur – Turn this around
  2. Sigga, Beta & Elín – Með hækkandi sól
  3. Stefán Óli – Ljósið
  4. Katla – Þaðan af
  5. Amarosis – Don’t you know

Dómari 4

  1. Sigga, Beta & Elín – Með hækkandi sól
  2. Katla – Þaðan af
  3. Reykjavíkurdætur – Turn this around
  4. Stefán Óli – Ljósið
  5. Amarosis – Don’t you know

Dómari 5

  1. Reykjavíkurdætur – Turn this around
  2. Stefán Óli – Ljósið
  3. Sigga, Beta & Elín – Með hækkandi sól
  4. Amarosis – Don’t you know
  5. Katla – Þaðan af

Dómari 6

  1. Reykjavíkurdætur – Turn this around
  2. Sigga, Beta & Elín – Með hækkandi Sól
  3. Katla – Þaðan af
  4. Amarosis – Don’t you know
  5. Stefán Óli – Ljósið

Dómari 7

  1. Reykjavíkurdætur – Turn this around
  2. Katla – Þaðan af
  3. Sigga, Beta & Elín – Með hækkandi sól
  4. Stefán Óli – Ljósið
  5. Amarosis – Don’t you know

 

Hér fyrir neðan má svo sjá hvernig atkvæði símakosninga röðuðust á hvoru undanúrslitakvöldinu fyrir sig.

 

Fyrri undanúrslit – 26. febrúar

Sigga, Beta& Elín – Með hækkandi sól: 10.788 akvæði
Stefán Óli – Ljósið: 7.017 atkvæði
Amarosis – Don’t you know (íslenska útgáfan): 7.006 atkvæði
Stefanía Svavarsdóttir – Hjartað mitt: 5613 atkvæði
Haffi Haff – Gía: 4.828 atkvæði

Seinni undanúrslit 5. mars

Reykjavíkurdætur – Tökum af stað: 13.137 atkvæði
Katla – Þaðan af: 5251 atkvæði
Suncity & Sanna Martinez – Hækkum í botn: 4.170 atkvæði
Markéta – Mögulegt: 3.251 atkvæði
Hanna Mia and the Astrotourists – Séns með þér: 3.197 atkvæði

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -