Útvarpsmaðurinn Sigurður Þorri Gunnarsson eða Siggi Gunnars eins og hann er kallaður, hefur nú verið ráðinn tónlistarstjóri Rásar 2.
Akureyringurinn Siggi Gunnars hefur undanfarin ár unnið sem tónlistar- og dagskrárstjóri útvarpsstöðvarinnar K100 en einnig var hann með Loga Bergmanni í Síðdegisþættinum á K100. Siggi tilkynnti ráðninguna í færslu á Facebook í dag en þar segir hann meðal annars að nú sé kominn tími á nýjar áskoranir á nýjum stað, eftir átta góð ár á K100. Segir hann nýja starfið vera sannkallað draumastarf þar sem hann fær tækifæri til að kynna helstu strauma og stefnur í tónlist sem og vinna með íslensku tónlistarfólki.
Hér er tilkynningin í öllu sínu veldi:
„Útvarp Reykjavík. Nú verðar sagðar fréttir.