Laugardagur 23. nóvember, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Sigmar kemur Diljá Mist til varnar – Nóg boðið þegar hún var kölluð drusla

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi sjónvarpsmaður, kemur Diljá Mist Einarsdóttur, þingkonu Sjálfstæðisflokksins, til varnar á Facebook. Diljá hefur hlotið mikla gagnrýni í vikunni fyrir orð sem hún lét falla í Silfrinu á sunnudaginn. Sigmar segir eitt að vera ósammála henni en það sé of langt gengið að kalla hana druslu, líkt og einn maður gerir.

Margir hafa í vikunni hneykslast á orðum þingkonunnar, en þau voru: „Við sjálfstæðismenn munum aldrei tala fyrir kerfi eða umhverfi þar sem fyrsta eða æðsta markmið er að jafna kjör fólks.“

Jack Hrafnkell Daníelsson samfélagsrýnir er einn þeirra sem lét hana heyra það. Hann skrifaði á Facebook: „Þessi nýfrjálshyggjudrusla sagði þessi orð í viðtali á sjónvarsstöð. Nákvæmlega þessi orð og þegar þetta fór í dreifingu á netinu þá stígur þessi aumingi, ræfill og vesalingur fram og segir að orð sín hafi verið slitin úr samhengi. Málið er að það var ekkert slitið úr samhengi, þetta sagði hún án þess að blikna, live í viðtalsþætti. Þessir ræflar í sjallamafíunni geta ekki einu sinni tekið ábyrgð á sínum eigin orðum eða neinu sem þeir gera þegar þeir fatta að þeir eru búnir að skíta upp á bak eins og þessi horgemlingsdrusla.“

Sigmar segir Jack fara yfir strikið með því að uppnefna hana svo. „Nú er eitt að vera ósammála Diljá, ég er oft sjálfur, en annað er síðan orðin sem notuð eru. Drusla, aumingi, ræfill, vesalingur og horgemlingsdrusla. Það er talsvert afrek að vera svona orðljótur um unga stjórnmálakonu í ekki lengri texta. Hverju á þetta að skila?“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -