Föstudagur 15. nóvember, 2024
0.3 C
Reykjavik

Sigmar lét Sjálfstæðisflokkinn sjá svart í Silfrinu: „Þú getur ekki svarið stefnu flokksins af þér“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það var hart tekist á í Silfrinu, þar sem gamli fjölmiðlarefurinn Sigmar Guðmundsson, lét Sjálfstæðisflokkinn fá það óþvegið.

Í þætti dagsins tók þáttastjórnandinn Egill Helgason á móti þeim Sigmari Guðmundssyni, nýkjörnum þingmanni Viðreisnar, Lilju Dögg Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra og þingmanni Framsóknar, Kristrúnu Frostadóttur, nýkjörnum þingmanni Samfylkingarinnar og Guðrúnu Hafsteinsdóttur, nýkjörnum þingmanni Sjálfstæðisflokksins.

Rætt var stuttlega um ríkisstjórnarmyndunina; sammæltust gestir um að athyglin væri að mestu á hver myndi fara með heilbrigðismálin.

Orðrómur þess efnis að Sjálfstæðisflokkurinn muni taka þau að sér hefur farið hátt, og hefur nafn Guðlaugs Þórs Guðlaugssonar verið nefnt í því samhengi.

Guðlaugur Þór Þórðarson. Mynd / EPA

Guðlaugur hefur áður tekið þann slag, en hann var  heilbrigðismálaráðherra  árin 2007 til 2009.

En nafn Guðlaugs Þórs er ekki eina nafnið sem skotið hefur upp kollinum nýverið í tengslum við skipan ráðherra í næstu ríkisstjórn; Guðrúnar Hafsteinsdóttir hefur einnig verið nefnt í þessum sömu umræðum.

- Auglýsing -

Aðspurð út í hvort Guðrún muni gera kröfu um ráðherrastól sagði hún ríka kröfu í Suðurkjördæmi um að ekki yrði gengið fram hjá kjördæminu á nýjan leik.

Þar vísaði Guðrún til þess að mörgum þótti Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafa gengið fram hjá Páli Magnússyni, forvera Guðrúnar í oddvitasæti Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi, við val á ráðherrum eftir kosningarnar fyrir fjórum árum.

- Auglýsing -

Greinilegt er á öllu að heilbrigðismálin eru fyrirferðamikil um þessar mundir; málaflokkurinn er fyrirferðamestur í fjölmiðlum og sá sem tekur ráðuneytið að sér á mikiðverkefni fyrir höndum. Þegar talið barst svo að því hvernig leysa ætti vandamál íslenska heilbrigðiskerfisins fór allt í bál og brand og áðurnefndur Sigmar lét Sjálfstæðisflokkinn heyra það, sérstaklega eftir að Guðrún benti á að ein lausnin gæti verið að dreifa álagi af Landspítalanum yfir á heilbrigðisstofnanir utan Reykjavíkur og nágrennis:

„Af hverju hefur það þá ekki verið gert?,“ spurði Sigmar Guðrúnu ákveðinn, og bætti í:

„Þinn flokkur er búinn að fara með forræði í ríkisstjórn ótrúlega lengi. Þegar það leggst inn fjöldi sem samsvarar þingflokki Sjálfstæðisflokksins verða takmarkanir út um allt í samfélaginu. Þetta er ástand sem er ekki boðlegt.“

Guðrún svaraði Sigmari með því að benda á að hún hafi ekki setið í ríkisstjórn í fjögur ár.

Þetta þótti Sigmari ekki boðlegt svar og sagði ákveðinn:

„Já en þú getur ekki svarið stefnu flokksins af þér! Þegar það leggjast tuttugu einstaklingar inn á spítalann þá fer allt á hliðina. Við þurfum að taka mannréttindi af fólki, við þurfum að segja við fólk þú getur ekki sinnt vinnunni þinni núna í einhvern tíma. Við erum rígbundinn við kerfi sem annar því ekki sem það á að anna. Það er einhver skýring á því sem nær langt aftur í tímann og veltur ekki bara á Covid,“ sagði Sigmar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -