Mikið fjaðrafok hefur verið eftir að Íslandsbanki sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis að sáttarferli yrði milli Íslandsbanka og Fjármálaeftirlitisins vegna hugsanlegs lögbrots við sölu ríflega 22 prósenta hlut ríksins.
Sigmar Guðmundsson alþingsmaður er stóryrtur er varðar sáttarferlið. Sigmar kallar í færslu sinni fréttatilkynninguna þunnildi. Hann bendir jafnframt á að brot bankans séu framin við sölu á almenningseign: „Bankinn hefði vel mátt sýna meira frumkvæði í upplýsingagjöf til þessa sama almennings. Bankastjórinn kýs hinsvegar að þegja á meðan bankinn er i einhverskonar sáttaferli sem stendur auðvitað ekki öllum lögbrjótum til boða.“
Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hefur gefið út að hún muni ekki veita viðtal vegna frummats Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands (FME). Þar kom fram að Íslandsbanki kunni að hafa brotið gegn ákvæðum laga sem gilda, í söluferli bankans á ríkishlut, á fyrrihluta síðasta árs.