Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Sigmundur ætlar að byrja með podcast: „Ég kannast ekki við að skoðanir mínar séu stórundarlegar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, ætlar að byrja með hlaðvarp eða podcast. Þetta segir hann í færslu á Facebook þar sem hann jafnframt sver af sér fordóma gagnvart hinsegin fólki. Margir hafa sakað hann nýverið um að reyna að flytja til Íslands hatursorðræðu í garð transfólks frá Bretlandi og Bandaríkjunum.

Bjarni Snæbjörnsson er sá nýjast sem sakar Sigmund um þetta. Í viðtali við Fréttablaðið í dag segir Bjarni: „Svo er til dæmis Sigmundur Davíð sem nýtir sér þessa fordóma til þess að ná inn atkvæðum með stórundarlegum skoðunum sínum á trans málefnum. Þetta getur ekki viðgengist. Það getur verið mjög hættulegt að gera ekki neitt, sitja hjá og láta sig málin ekki varða og fóðra fordómana.“

Sigmundur svarar þessu, líkt og fyrr segir, á Facebook og þvertekur fyrir að hafa stórundarlegar skoðanir. „Ég sé á vefnum frettabladid.is að ég hef komist inn í fyrirsögn helgarviðtals við Bjarna Snæbjörnsson leikara um Hinsegin daga. Í viðtalinu segir hann: „Svo er til dæmis Sigmundur Davíð, sem nýtir sér þessa fordóma til þess að ná inn atkvæðum með stórundarlegum skoðunum sínum á transmálefnum.” Ég kannast ekki við að skoðanir mínar á málefninu séu stórundarlegar, hvað þá fordómafullar (en reyndar var ég ekki sakaður um það að þessu sinni, ekki beint),“ skrifar Sigmundur.

Sigmundur segist ræða þessa mál því honum sé umhugað um jafnrétti allra. „Þetta er nefnt í samhengi við skotárás íslamista á London pub í Osló sem vill svo til að átti sér stað skömmu eftir að ég var þar og þegar þetta er skrifað er ég staddur í næstu götu. Mér er umhugað um að allir einstaklingar teljist jafnréttháir og þess vegna finnst mér áhyggjuefni ef baráttu fyrir mannréttindum er snúið á hvolf, t.d. með því að blanda saman hryðjuverkum og spurningum um hvort rétt sé að þeir sem fæðast karlkyns fái að keppa í kvennaíþróttum,“ segir Sigmundur.

Að lokum bíður hann Bjarna að vera fyrsti viðmældi sinn í fyrrnefndu podcasti. „Ég hef lengi hugsað mér að elta trendið (aldrei þessu vant) með því að búa til podcastþætti (hlaðvarp). Það væri heiður og ánægja ef Bjarni Snæbjörnsson væri til í að vera fyrsti viðmælandinn til að fræða mig og hlustendur.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -