Elon Musk, ríkasti maður heims og náinn samstarfsmaður Donald Trump, hefur verið sakaður um að heilsa að sið nasista og nýnasista þegar hann kom fram sem ræðumaður í gærkvöldi. Musk hélt ræðuna í tilefni þess að Trump er orðinn forseti og fjölluðu margir íslenskir fjölmiðlar um ræðuna og kveðju Musk.
Um leið og gagnrýnendur fór að benda á líkindi milli handhreyfinga Musk og nasista birtu aðgangar á Twitter sem hafa sýnt öfgahægri stjórnmálaskoðanir ljósmyndir af Barack Obama, Kamala Harris og Hillary Clinton þar sem þau virðast öll heilsa með sama hætti og nasistar. Þetta plataði þó fáa þar sem bent var á um leið að þetta væru aðeins ljósmyndir og þær teknar úr samhengi ef myndbönd væru skoðuð.
Einn sem lét þó blekkjast var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrum forsætisráðherra Íslands, sem birti myndina af þremenningunum við hliðina á Musk og sagði íslenska fjölmiðla vera flytja falsfréttir af ræðu hans.
Hér fyrir neðan má sjá myndbönd af Harris og Musk og muninn á milli handahreyfinga þeirra.
Nei, hættu nú alveg!
Ætla íslenskir fjölmiðlar að láta plata sig í að flytja þessa falsfrétt? pic.twitter.com/d4Iay2dTy5— Sigmundur Davíð (@sigmundurdavid) January 21, 2025
That’s definitely different pic.twitter.com/7FgxXUd7kW
— DatHandsomeJerk (@DatHandsomeJerk) January 21, 2025
If it walks like a Duck, Quacks like a duck…
That piece of garbage, Elon Musk, openly supports AFD in Germany and uses a salute that is favored by the NAZIs (don’t come at me with that ancient Roman nonsense when real modern Nazis are using it right now). He’s a fascist. pic.twitter.com/EYEKbja0dQ
— SuperDave (@Thatguyintwitmo) January 21, 2025