Þriðjudagur 24. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Sigmundur Davíð tjáir sig um fjárkúgunina: „Það er annars eðlis þegar fjölskyldan blandast í málið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þann 28. maí 2015 fékk þáverandi forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hótunarbréf. Þar var hann krafinn um átta milljónir króna, annars yrðu meintar upplýsingar um tengingar hans við DV.

Sigmundur Davíð tjáði sig í fyrsta skipti um málið í hlaðvarpsþættinum Eftirmál með þeim Þórhildi Þorkels og Nadine Yaghi. Sigmundur Davíð sagði þar frá því að hótunarbréfið hafi borist á þrjá staði, heim til hans, á leikskóla þriggja ára dóttur hans og heim til aðstoðarmanns hans.

Þegar málið var í umfjöllun hjá fjölmiðlum kom aldrei fram að hótanir hafi beinst að dóttur Sigmundar. „Það er annars eðlis þegar fjölskyldan blandast í málið,“ sagði Sigmundur í hlaðvarpinu.

Lögreglan tók málið strax föstum tökum, sérsveitin var fengin til að fela sig og bíða þess að gerendurnir létu sjá sig á ónefndum stað á Suðurnesjum, þar sem Sigmundur átti að afhenda peninginn.

Við handtökuna kom í ljós að þarna voru á ferðinni systurnar Hlín Einarsdóttir og Malín Brand. Hlín var í miklum fjárhagsvanda á þessum tíma og veik á geði.

„Hlín hringdi í mig að kvöldi 28. maí og sagðist hafa sent bréfið og nú þyrfti að ná í peningana. „Sendirðu bréfið og heldurðu virkilega að það hafi komist til skila og það verði tekið mark á þessu rugli,“ spurði ég hana. Ljóst var að hún var búin að fylgjast með högum forsætisráðherra því hún sagðist vita á hvaða leikskóla barn þeirra hjóna væri og hafði velt fyrir sér hvort hún ætti að lauma bréfinu í tösku barnsins. Hún var augljóslega veik en ég brást henni og sjálfri mér þá sem fyrr með því að stoppa hana ekki af. Hún sagði að ég yrði að koma með henni á afhendingarstaðinn, ofan Hafnarfjarðar. Ég neitaði í fyrstu en hún nauðaði í mér áfram. Ég hugsaði með mér að eina leiðin til að þessu linnti væri að ég færi með henni. Það yrði friðþæging og hún losnaði við þetta mál af heilanum. Mér leið eins og ég væri að fara með lítið barn til að athuga hvort jólasveinninn væri í fjallinu. Hlín hafði undirbúið þetta vandlega. Hún sagðist hafa lesið sér til um fjárkúganir á vefnum. Við mæltum okkur mót morguninn eftir,“ sagði Malín Brand í viðtali við Stundina í nóvember árið 2015.

- Auglýsing -

Héraðsdómur dæmdi báðar systurnar 12 mánaða fangelsi fyrir fjárkúgunina.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -