Laugardagur 23. nóvember, 2024
-4.8 C
Reykjavik

Sigmundur Davíð ver skipun Karls Gauta: „Lætur ekki dómstóla götunnar slá sig út af laginu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ver skipun dómsmálaráðherra á lögreglustjóra í Vestmannaeyjum í nýrri Facebook færslu.

Lítið hefur heyrst frá Sigmundi Davíð, formanni Miðflokksins varðandi ráðningu Jón Gunnarssonar dómsmálaráðherra í stöðu lögreglustjóra í Vestmannaeyjum, þar til nú. Eins og þekkt er orðið var Karl Gauti Hjaltason, fyrrum þingmaður Miðflokksins ráðinn í starfið en skipunin vakti reiði margra, meðal annars bæjarstjóra Vestmannaeyja, Íris Róbertsdóttir. Ástæðan er sú að Karl Gauti var, ásamt Sigmundi Davíð og fleiri þingmönnum Flokks fólksins og Miðflokksins, teknir upp á síma tala illa um kvenmenn, þar á meðal Írisi bæjarstjóra, á Klausturbar fyrir nokkrum árum.

„Ég óska Karli Gauta Hjaltasyni til hamingju með að hafa verið skipaður lögreglustjóri í Vestmannaeyjum og ekki síður Vestmannaeyingum til hamingju með frábæran lögreglustjóra,“ byrjar Sigmundur Davíð á að skrifa í færslu sem hann birti í gær á Facebook-síðu sinni. Segi hann að Karl Gauti hafi verið metinn hæfastur vegna „reynslu sinnar og þekkingar“. Bætir Sigmundur við: „Persónulegir kostir hans eru ekki síður mikilvægir.“ Forsætisráðherrann fyrrverandi sparar svo ekki hólin, segir Karl Gauta „eindreginn réttarríkissinna“ og „prinsippmann“ sem láti ekkert „slá sig út af laginu við að verja réttlætið.“

Færsluna má lesa hér að neðan.

„Ég óska Karli Gauta Hjaltasyni til hamingju með að hafa verið skipaður lögreglustjóri í Vestmannaeyjum og ekki síður Vestmannaeyingum til hamingju með frábæran lögreglustjóra.

Karl Gauti var metinn hæfastur vegna reynslu sinnar og þekkingar en persónulegir kostir hans eru ekki síður mikilvægir. Karl Gauti er eindreginn réttarríkissinni, prinsippmaður sem lætur ekki sveiflur tíðarandans, dómstóla götunnar eða persónulegar skoðanir slá sig út af laginu við að verja réttlætið.
Það er mikilvægt að hafa slíka menn í löggæslu ekki hvað síst nú þegar sumir telja eðlilegt að eitt gildi fyrir sjálfa sig og aðra þóknanlega en annað fyrir hina. Á tímum slaufunarmenningar þegar hópar telja að meðlimir eigin hóps séu alltaf saklausir en hinir alltaf sekir. Á tímum þegar sumir telja jafnvel í lagi að refsa fórnarlömbum alvarlegra glæpa út í hið óendanlega fyrir það eitt að vera ekki í réttu liði.
Í fyrri lögreglustörfum var Karl Gauti þekktur fyrir að reyna að hjálpa raunverulegum afbrotamönnum við að bæta ráð sitt og ávallt minnugur þess að allir eru jafnréttháir sama hvaða hópi þeir tilheyra.
Þannig fólk þurfum við hvort sem það starfar í réttarkerfinu eða í stjórnmálum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -