Lítið hefur heyrst frá Sigmundi Davíð, formanni Miðflokksins varðandi ráðningu Jón Gunnarssonar dómsmálaráðherra í stöðu lögreglustjóra í Vestmannaeyjum, þar til nú. Eins og þekkt er orðið var Karl Gauti Hjaltason, fyrrum þingmaður Miðflokksins ráðinn í starfið en skipunin vakti reiði margra, meðal annars bæjarstjóra Vestmannaeyja, Íris Róbertsdóttir. Ástæðan er sú að Karl Gauti var, ásamt Sigmundi Davíð og fleiri þingmönnum Flokks fólksins og Miðflokksins, teknir upp á síma tala illa um kvenmenn, þar á meðal Írisi bæjarstjóra, á Klausturbar fyrir nokkrum árum.
„Ég óska Karli Gauta Hjaltasyni til hamingju með að hafa verið skipaður lögreglustjóri í Vestmannaeyjum og ekki síður Vestmannaeyingum til hamingju með frábæran lögreglustjóra,“ byrjar Sigmundur Davíð á að skrifa í færslu sem hann birti í gær á Facebook-síðu sinni. Segi hann að Karl Gauti hafi verið metinn hæfastur vegna „reynslu sinnar og þekkingar“. Bætir Sigmundur við: „Persónulegir kostir hans eru ekki síður mikilvægir.“ Forsætisráðherrann fyrrverandi sparar svo ekki hólin, segir Karl Gauta „eindreginn réttarríkissinna“ og „prinsippmann“ sem láti ekkert „slá sig út af laginu við að verja réttlætið.“
Færsluna má lesa hér að neðan.
„Ég óska Karli Gauta Hjaltasyni til hamingju með að hafa verið skipaður lögreglustjóri í Vestmannaeyjum og ekki síður Vestmannaeyingum til hamingju með frábæran lögreglustjóra.