Sigmundur Guðbjarnarson, prófessor emeritus og fyrrverandi rektor Háskóla Íslands, er látinn 92 ára að aldri. Hann lést fimmtudaginn 9. október. Mbl.is greindi frá þessu.
Sigmundur fæddist á Akranesi árið 1931 og lauk stúndentspróf frá MA. Þar á eftir hélt hann til Þýsklands í framhaldsnám og kláraði hann doktorsnám í efnafræði frá Hochschule í München. Sigmundur sinnti ýmsum störfum eftir námið um víða veröld en varð svo prófessor í efnafræði við Háskóla Íslands árið 1970 og var þar til starfsloka 2001. Þá var hann var rektor HÍ frá 1985-1991.
Sigmundur hlaut riddarakross fálkaorðunnar árið 1985 og stórriddarakross árið 1991 fyrir framlag sitt til vísinda.
Eftirlifandi eiginkona Sigmundar er Margrét Þorvaldsdóttir og eignuðust þau fjögur börn saman.