Sigmundur Ernir Rúnarsson, fráfarandi ritstjóri Fréttablaðsins og Hringbrautar hefur litlar áhyggjur af sjálfum sér, nú þegar rekstri miðlanna er hætt. Hann segir hug sinn vera með starfsmönnunum sem misstu vinnuna.
Í samtali við Mannlíf sagði Sigmundur Ernir að hugur hans væri með starfsmönnum Fréttablaðsins og Hringbrautar. „Hugur minn er hjá starfsmönnunum sem hafa með þrotlausri vinnu við að halda þessum miðlum úti undanfarin misseri við mótdræg skilyrði af völdum faraldurs og Úkraínustríðs og samdráttar á auglýsingamarkaði.“
„En hvað tekur við hjá þér?“
„Ég hef svo sem engar áhyggjur af sjálfum mér, ég á margar óskrifaðar bækur eftir og svo á konan mín með gott sjónvarpsframleiðslufyrirtæki sem ég get farið að vinna hjá.“