Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.6 C
Reykjavik

Sigríður Björk harmar atvikin en segir misskilning í umfjöllun: „Erum að leita að hættulegum manni“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Það sem er í þessu tilviki, er að lögregla er aldrei að velja þann sem eru höfð afskipti af,“ sagði ríkislögreglustjóri á opnum fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis í morgun. Tilefni fundarins var umfjöllun um fræðslu og menntun lögreglumanna um fjölmenningu og fordóma. Fundurinn var haldinn í kjölfar atvika í apríl síðastliðnum, þegar lögregla hafði tvívegis afskipti af 16 ára svörtum dreng þegar leitað var að strokufanganum Gabríel Duane Boama.

 

Þurfa að fylgja ábendingum eftir

Þingmaður Pírata, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir óskaði eftir fundinum vegna áhyggja sem höfðu verið viðraðar í samfélaginu um að hér á landi væri kynþáttamiðuð löggæsla (e. racial profiling).

„Við erum að fylgja eftir ábendingum frá almenningi,“ sagði Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri, þegar hún sat fyrir svörum í upphafi fundarins. „Þannig að í þessu tilviki á ekki við að það sé kynþáttamiðuð löggæsla. Þetta er einfaldlega þannig að við erum að leita að hættulegum manni, það koma ábendingar og við þurfum að fylgja þeim eftir. Við getum ekki valið úr að fylgja þeim ekki eftir vegna eðlis verkefnisins.“

Segir misskilnings hafa gætt í umfjöllun

Sigríður Björk tók það fram að hún harmi það mjög að þessi ungi drengur skyldi verða fyrir ítrekuðu áreiti. Hún segir þó misskilnings hafa gætt í fjölmiðlaumfjöllun um málið. Það hafi vandlega verið farið yfir öll myndbönd af atvikunum.

„Þetta var ekki þannig að sérsveitarmenn hafi ruðst inn með vopn á lofti. Þeir áttu aldrei samskipti við drenginn, ræddu aldrei við hann,“ sagði Sigríður Björk og bætti því við að lögreglumenn væru þjálfaðir í því að bera kennsl á fólk. Þeir hafi því séð það um leið að drengurinn var ekki sá sem leitað var að. „Þeir gengu í fyrra tilvikinu út í enda á strætisvagni, sneru við og fóru út. Þetta er engu að síður mjög „trámatískt“ fyrir drenginn. Í seinna tilvikinu gerðist nákvæmlega það sama. Það kemur lögreglumaður inn, byrjar að spjalla við móðurina – það er samtal sem er til á upptöku.“

- Auglýsing -

Lögreglu beri að hlusta á samfélagið

Sigríður Björk sagði að þrátt fyrir að ekki væri um kynþáttamiðaða löggæslu að ræða væru mörg atriði í þessu umhugsunarverð. Hún lagði áherslu á að lögreglan væri þjónustustofnun og að sem slík væri mikilvægt að hún hlustaði á samfélagið sem hún þjónar.

Sigríður Björk velti því upp hvort lögregla hefði hugsanlega átt að setja fram varnaðarorð þegar auglýst var eftir Gabríel Duane. Hún sagði embættið hafa rætt við foreldra drengsins sem ranglega var bent á. Hún segir lögreglu betur í stakk búna til að meta tilfelli af þessum toga eftir atburðina. „Það er raunverulega óþolandi að það skuli vera saklaust ungmenni sem þarna á í hlut, sem verður fyrir þessari „trámatísku“ reynslu.“

Sigríður Björk fór yfir þá vinnu sem farið hefur fram innan lögreglunnar síðustu ár í tengslum við fordóma, til að mynda bann við ákveðnum merkjaburði lögreglumanna, sem og þá vinnu sem er framundan. Hún fór yfir þá fræðslu sem lögreglumenn hafa fengið undanfarið um fordóma og hatursglæpi, meðal annarra atriða.

- Auglýsing -

Sigríður Björk sagði mikilvægt að efla innra eftirlit með lögreglu um allt land. Hún mælti með samfélagslegu átaki til þess að taka á hversdagslegum fordómum og lagði til að þingið tæki af skarið í slíku átaki.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -