Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri mun halda áfram sem ríkislögreglustjóri næstu fimm árin og veður staðan því ekki auglýst laust til umsóknar,
Þetta kemur fram í skriflegu svari aðstoðarmanns Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra, við fyrirspurn Morgunblaðsins, en sé staðan ekki auglýst framlengist skipunartíminn sjálfkrafa samkvæmt lögum en Sigríður var skipuð í embættið þann 16. mars 2020 og hefði þurft að tilkynna henni í gær að embættið yrði auglýst laust til umsóknar því gefa þarf sex mánaða fyrirvara um slíka ákvörðun.
Einhverjir töldu líklegt að Sigríður myndi missa embættið en gustað hefur hressilega um hana þann tíma sem hún hefur verið í því og ber helst nefna tengsl föður hennar við hryðjuverkamálið svokallaða en það var þótti mjög óheppilegt fyrir Sigríði á sínum tíma.