Föstudagur 25. október, 2024
3 C
Reykjavik

Sigríður Dögg rýfur þögnina: „Er ekki sek um það sem ég er sökuð um“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sigríður Dögg Auðunsdóttir svarar loksins fyrir svaraleysi sitt gagnvart skattamálum sínum. Segir hún einnig að Hjálmar Jónsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands, hafi margítrekað neitað að vinna þau verkefni sem stjórnin fól honum að vinna.

Mannlíf heyrði í Sigríði Dögg Auðunsdóttur, formanni BÍ og ræddi við hana um nýjust vendingarnar hjá félaginu en framkvæmdastjóranum, Hjálmari Jónssyni var sagt upp í gær. Þá ræddi hún einnig ástæðuna fyrir því að hún svaraði aldrei spurningum Mannlífs um skattamál hennar.

Uppsögnin

„Ég vísa bara í yfirlýsingu stjórnar frá því í gær þar sem kemur fram að það hafi verið einróma samþykki stjórnar að fara þessa leið,“ sagði Sigríður Dögg aðspurð um uppsögnina sem skekur blaðamannastéttina. Og hélt áfram: „Við hefðum vilja fara aðra leið en við vorum búin að vera í viðræðum við Hjálmar um að bjóða honum annað starf, á óbreyttum kjörum hjá félaginu. Stjórnin er búin að ræða það síðan í apríl, frá því að Hjálmar var 67 ára, að það fari að styttast í að hann komist á eftirlaun, að það eru ýmis verkefni sem stjórnin er búin að ákveða að ráðast í, sem við töldum að við þyrftum meiri aðstoð með hér innanhúss, við að vinna og vildum því bæta við starfsfólki. Og við hófum undirbúning fyrir því í apríl og vorum búin að vera í samtali við hann um það síðan þá en í þessari vegferð komu upp staða sem stjórn mat sem svo að eina leiðin til að leysa úr, væri þessi. Að bjóða honum [Hjálmari] starfslokasamning sem hann þáði ekki. Þá var ákveðið að segja honum upp.“

Þannig að það tengist ekkert deilum ykkar á milli?

„Það hafa engar deilur verið okkar á milli. En eins og kemur fram í yfirlýsingu stjórnar, þá varð trúnaðarbrestur á milli stjórnar og hans. Og eins og kom fram í frétt ykkar áðan, þá felst sá trúnaðarbrestur meðal annars í því að hann neitaði að veita stjórn skoðunaraðgang að reikningum félagsins því auðvitað er það stjórnin sem ber endanlega ábyrgð á fjármálum félagsins. Og stjórninni fannst það óhæft að framkvæmdastjóri væri ekki að vinna þau verkefni sem að stjórn fæli honum og lúta samþykktum stjórnar vegna þess að eina hlutverk framkvæmdastjóra er að vinna þau verk sem stjórnin felur honum. Og þegar hann gerir það ekki, margítrekað, neitar að verða við ákvörðun stjórnar og vinna þau verkefni sem stjórnin hefur falið honum, þá getur stjórnin ekki lengur unnið með framkvæmdarstjóranum. Og það er trúnaðarbrestur. Það er sá trúnaðarbrestur sem við erum að tala um.“

- Auglýsing -

Hvenær á að auglýsa eftir nýjum framkvæmdarstjóra?

„Stjórnin hittist aftur á morgun og þá verður tekin ákvörðun um það. Ég geri ráð fyrir að það verði á næstu dögum.“

Skattamálin

- Auglýsing -

Mannlíf spurði Sigríði Dögg út í skattamál hennar en hún hefur ekki svarað spurningum fjölmiðilsins varðandi alvarlegar ásakanir Páls Vilhjálmssonar framhaldsskólakennara og Moggabloggara, um meint skattalagabrot tengdum Sigríði Dögg og eiginmanni hennar. Hvers vegna hefur þú ekki svarað spurningum Mannlífs?

„Ástæðan fyrir því að ég hef ekki svarað er sú að allar þessar spurningar eru runnar undan rifjum einhvers bloggara, sem hafa í raun litla stoð í einhverjum staðreyndum. Þannig að spurningarnar ykkar voru bara út frá einhverjum rógburði sem einhver maður úti í bæ var að bera á mig. Ef að þið væruð með einhverjar upplýsingar sem fjölmiðill, sem þið vilduð fá svör mín við, aðrar en einhvern rógburð frá manni úti í bæ, þá hefði ég örugglega svarað þessu.“

Aðspurð hvort það hefði ekki verið auðveldast að svara þessu akkurat svona, strax, játaði Sigríður Dögg því.

„Jú, jú, ég hefði alveg örugglega geta gert það. En fyrir mig snérist þetta í rauninni bara um þetta, að mér finnst að mér beri ekki skylda til að svara spurningum sem að vakna út frá einhverjum rógburði sem borinn er á mig. Ég vildi ekki gefa þessum rógburði það mikið vægi að svara.“

En þú þurftir að semja við skattinn vegna vangoldinna skatta, ekki satt?

„Eins og ég hef sagt opinberlega, þá fékk ég endurálagningu gjalda eftir að það voru gerðar athugasemdir um framtal mitt og ég ætla ekki að fara í það eitthvað efnislega af því að ég var ekki til rannsóknar hjá Skattinum, ég fékk enga sérmeðferð og er ekki sek um það sem ég er sökuð um þarna. Og þess vegna finnst mér ég ekki bera nein skylda til þess að veita upplýsingar um mín persónulegu fjármál.“

En hefurðu gert stjórn Blaðamannafélagsins grein fyrir málinu?

„Já, ég gerði það strax.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -