Miðvikudagur 25. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Sigríður Dögg svarar ekki ásökunum um skattaundanskot

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sigríður Dögg Auðunsdóttir, fréttamaður á Ríkisútvarpinu og formaður Blaðamannafélags Íslands, svarar ekki ítrekuðum spurningum Mannlífs varðandi ásakanir Páls Vilhjálmssonar um skattaundanskot.

Moggabloggarinn og framhaldsskólakennarinn Páll Vilhjálmsson sakaði Sigríði Dögg Auðunsdóttur í sumar um að hafa skotið 25 milljónum undan skatti. Sagði hann formann Blaðamannafélags Íslands hafa um árabil sleppt því að gefa upp til skatts, tekjur af Airbnb íbúðum sínum. Skattrannsóknarstjóri, að sögn Páls, fékk upplýsingar um útleigu fasteigna Íslendinga fyrir árin 2015 til 2018 í gegnum vef og greiðslukerfi Airbnb. Páll fullyrti í bloggi sínu að leigutekjur Sigríðar Daggar hafi numið tugum milljónum króna en að henni hafi verið gert að greiða vangoldinn skatt með 25 prósenta álagi.

Páll sagði ennfremur að Sigríður Dögg hafi fengið sérmeðferð hjá skattayfirvöldum, að hún hafi fengið leyfi til að setja útleiguna í einkahlutafélag sitt sem skilaði sjö milljón króna hagnaði árið 2021. Skattaundanskotin árin á undan segir hann að hafi verið á kennitölu Sigríðar Daggar.

Ásakanirnar eru grafalvarlegar en Páll hefur engin gögn birt, málinu til stuðnings. Séu þær rangar er nokkuð ljóst að framhaldsskólakennarinn gæti átt yfir höfði sér meiðyrðamál.

Mannlíf sendi spurningalista til Sigríðar Daggar í sumar og tvær ítrekanir, þá seinni í byrjun september en enn hefur blaðakonan ekki svarað þeim. Spurningarnar eru eftirfarandi:

1. Kannast þú og /eða eiginmaður þinn við að hafa leigt út íbúðir á airbnb?

2. Voru tekjur af leigunni ekki gefnar upp til skatts upphaflega? Eru ásakanir um slíkt rangar?
3. Er rétt að þú/þið hafið gert sátt við skattayfirvöld um að greiða skatt af innkomunni og 25 prósenta álag.
4. Er rétt að einkahlutafélag ykkar, Miðlun, hafi í framhaldinu tekið yfir þann rekstur sem snýr að útleigunni.
5. Ef rétt er hermt með sáttina: Telur þú að í þessu felist brot af þinni hálfu sem þú þurfir að axla af ábyrgð? Ef svo. Hvernig munt þú bregðast við?
Hefur þú gert stjórn Blaðamannafélagsins og yfirstjórn Ríkisútvarpsins grein fyrir þessu máli?

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -