Mánudagur 23. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Sigríður hvetur foreldra til að þiggja bólusetningu fyrir börn sín – bólusetning byrjar á morgun

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Bólusetningar hefjast á morgun í öllum skólum á höfuðborgarsvæðinu og lýkur fyrir vikulok.

 

Í viðtali við fréttastofu RÚV segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins að; „undanfarna daga og í dag hafa verið margvísleg samtöl bæði við yfirvöld fræðslumála, yfirvöld sveitastjórna, menntamálaráðuneytið þar sem við höfum útskýrt okkar sjónarmið og við fáum mjög góðan hljómgrunn fyrir okkar rökum.“

Sigríður hvetur foreldra til að þiggja bólusetningu fyrir börn sín.

„Bak við þetta eru mjög ítarlegar og vandaðar vísindarannsóknir fyrir utan að það er búið að bólusetja milljónir barna um allan heim og fylgjast með þeim. Þannig að við erum alveg örugg um það að þetta er rétt ákvörðun og rétta leiðin,“ segir Sigríður.

Um tvö þúsund börn eru í einangrun með smit og til stendur að bólusetja fimm til ellefu ára börn. Mennta- og barnamálaráðherra sagði í gær að ekki hefði verið ákveðið hvar verður bólusett en forráðamenn heilsugæslu vilja að bólusett verði í skólum.

„Undanfarna daga og í dag hafa verið margvísleg samtöl bæði við yfirvöld fræðslumála, yfirvöld sveitastjórna, menntamálaráðuneytið þar sem við höfum útskýrt okkar sjónarmið og við fáum mjög góðan hljómgrunn fyrir okkar rökum,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

- Auglýsing -

Þrír kostir séu við að bólusetja í skólum. Í fyrsta lagi út frá sóttvarnarsjónarmiði.

„Það eru persónuverndarsjónarmiðin og síðast en ekki síst eru það barnaverndarsjónarmiðin sem vega hvað þyngst. Þá eru þarna aðstæður sem börnin þekkja. Þarna er hægt að athafna sig í litlum rýmum, taka eitt og eitt barn jafnvel ef þau eru viðkvæm og bólusetja,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

„Við stefnum á að byrja á mánudaginn ótrauð,“ segir Sigríður Dóra.

- Auglýsing -

Þegar foreldrar hafa skráð barnið í bólusetningu fá þeir sent strikamerki frá sóttvarnalækni. Glati fólk strikamerkinu er unnt að gefa upp kennitölu barnsins.

„Við erum að gefa okkur næstu viku og erum með áætlun að klára alla skólana í næstu viku. Við óskum eftir því að foreldri mæti með og foreldrar þurfa að skrá börnin í bólusetningu,“ segir Ragnheiður.

Þeir sem komast ekki með börnin í næstu viku geta farið í Laugardalshöll.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -