Fimmtudagur 23. janúar, 2025
2 C
Reykjavik

Uppnám hjá ríkissaksóknaraembættinu – Helga Magnúsi verður ekki úthlutað verkefnum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir að Helgi Magnús Gunnarsson uppfylli ekki lengur almenn hæfnisskilyrði til að gegna embætti vararíkissaksóknara og verður því ekki úthlutað verkefnum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Sigríður sendi frá sér fyrir stundu.

Fyrir tveimur dögum var sagt frá því að Helgi Magnús hefði aftur hafið störf eftir að ríkissaksóknari bað dómsmálaráðherra um að hann yrði leystur frá störfum vegna ummæla sem hann viðhafði um brotaþola í kynferðisbrotamálum, samkynhneigða karlmenn og hælisleitendur á samfélagsmiðlum. Guðrún Hafsteinsdóttir, þáverandi dómsmálaráðherra varð eki við beiðni Sigríðar.

Fram kemur í tilkynningu ríkissaksóknara að Helgi Magnús hefði rýrt það traust sem hann verði að hafa sem ákærandi og að það hafi fengist staðfest í bréfi dómsmálaráðherra.

Þar segir ennfremur að þar sem ríkissaksóknari beri sjálfur ábyrgð á ákvörðunum þeirra sem starfa hjá embættinu, telji Sigríður sér ekki heimilt að úthluta verkefnum sem snerta meðferð ákæruvaldsins til Helga Magnúsar, sem og þá ábyrgð sem fylgir því að vera staðgengill ríkissaksóknara.

RÚV sagði frá málinu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -