Mánudagur 25. nóvember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Sigrún Hrólfsdóttir: „Ég vona að umræðan sem skapast hefur verði málefnaleg og til bóta“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Sigrún Hrólfsdóttir, myndlistamaður segir í hópnum Menningarátökin að umræða sé þörf um Listaháskólann og vill gefa innsýn í það sem hún var að benda fyrr, sem hún segir að hafi orðið til þess að starfi hennar sem deildarforseti myndlistardeildar við skólann er nú lokið.
„Ég vona að sú umræða sem skapast í kjölfarið verði málefnaleg og til bóta fyrir skólann. Hann er mjög mikilvægur fyrir menningarlífið í landinu.“
Sigrún var í fréttunum í síðustu viku þar sem hún greindi frá því að brotið hafi verið gegn henni í ráðningar­ferli þegar henni var ekki boðin á­fram­haldandi starf við skólann. Sig­rún segir farir sínar ekki sléttar við rektor LHÍ, Fríðu Björk Ingvars­dóttur.

 

Lítil umræða átti sér stað

Hún segir jafnfremur að: „skipuritsbreytingar sem gengu í gildi árið 2020 hefur strúktúr og stjórnunarkúltúr Listaháskólans tekið frekar á sig mynd einkafyrirtækis en akademíu. Lítil umræða átti sér stað um þessar skipuritsbreytingar í aðdraganda þeirra nema í mjög þröngum hópi sem rektor stýrði og voru þar þó sannarlega mjög skiptar skoðanir.

Ekki var almenn umræða um málið á meðal starfsfólks og alls ekki út á við á fagvettvangi lista. En eðlilegt hefði verið að opna umræðu um slíkar breytingar sem víðast á fagvettvangi. Eftir gildistöku nýs skipurits hafa breytingar verið lítið kynntar fyrir starfsfólki og ekki heldur mikið út á við. Myndræn útgáfa þessa nýja skipurits er ekki heldur til.“
Samkvæmt Sigrúnu er: „rektor nú formaður bæði framkvæmdaráðs og fagráðs skólans. Fagráðið er nú skipað deildarforsetum og sviðsforsetum og öðrum stjórnendum auk þess sem einn nemandi á þar sæti. En fagráð var áður lýðræðislegur vettvangur þar sem að fagfólk innan skólans hafði skýra rödd. Nú stýrir rektor allri dagskrá og umræðu þar, en ákvörðunarvald ráðsins er óskýrt.
Í framkvæmdaráði þar sem veigamiklar ákvarðanir eru teknar sitja nú rektor, framkvæmdastjóri, yfirmaður háskólaskrifstofu og sviðsforsetar og eru listamenn þar í minnihluta. Áður áttu þar sæti deildarforsetar sem að tryggði að rödd deilda og hinna ólíku fagsviða innan listanna var skýr í allri ákvarðanatöku í skólanum.

Það var fyrir atbeina listamanna að skólanum var komið á fót

Ég vil minna á það að það var fyrir atbeina listamanna að skólanum var komið á fót og samkvæmt lögum eiga háskólarektorar að hafa hæfi sem háskólakennarar á einu eða fleiri af þeim fræðasviðum sem skólinn sinnir.“
„Núverandi stjórnendur virðast ekki líta á þetta sem vandamál enda skapar þetta ákveðið frelsi og svigrúm til athafna. En starfsfólk og nemendur súpa seyðið af þessu. Það þarf því að vera skýrt þegar að næsti rektor verður ráðinn hver afstaða þess aðila, stjórnar skólans og ráðherra er í þessu máli. En ráðningartíma núverandi rektors lýkur árið 2023 ef ég man rétt og því ljóst að huga þarf að því að auglýsa þá stöðu á næsta ári.“
Að lokum segir Sigrún færslu sinni að: „þrátt fyrir allt þetta er það mjög mikilvægt að taka það fram að mjög gott starf er unnið í öllum deildum skólans. Enda er úrvalsfólk kennarar við skólann og margir þeirra fremstu listamenn þjóðarinnar sem eiga í ómenguðu sambandi við nemendur. En þetta fólk á betri umgjörð um sitt starf skilið. Og þar tel ég að ríkið og menntamálaráðuneytið og fagfélög listamanna þurfi að koma að borðinu með skýrari stefnumótun og auknum stuðningi.“
Í umræðum sem sköpuðust út frá fyrri færslu hennar hafa skapast miklar vangveltur um starfsemina, hvað hefur farið á mis og hvað mætti gera betur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -