Sigrún Ágústsdóttir og Gestur Pálsson hafa verið skipuð sem forstjórar af Umhverfis-, orku og loftslagsráðherra. Gestur verður forstjóri Umhverfis- og orkustofnunar og Sigrún Ágústsdóttir verður forstjóri Náttúruverndarstofnunar en þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráðinu Sigrún hefur verið forstjóri Umhverfisstofnunar frá 2020 og var þar á undan sviðsstjóri hjá stofnunni. Sigrún hefur sinnt prófdómarastörfum og stundakennslu við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík meðfram öðrum störfum, m.a. í umhverfisrétti og stjórnsýslu umhverfismála. Þá hefur hún starfað að alþjóðamálum á vettvangi umhverfismála um árabil. Eiginmaður Sigrúnar er Davíð Pálsson leiðsögumaður og eiga þau tvö börn. Gestur hefur verið forstjóri PCC BakkiSilicon frá árinu 2022. Áður hefur hann meðal annars starfað sem framkvæmdastjóri Veitna, forstjóri Elkem Ísland og framkvæmdastjóri öryggis-, heilbrigðis- og umhverfismála hjá Elkem Ísland.Samhliða störfum fyrir Elkem Ísland hefur Gestur setið í stjórnum félaga á Íslandi og á alþjóðlegum vettvangi, meðal annars í stjórn Grænvangs – samstarfsvettvangs stjórnvalda og atvinnulífs um loftslagsmál og grænar lausnir og í stjórn Festu – miðstöðvar um samfélagsábyrgð.