Miðvikudagur 18. september, 2024
6.9 C
Reykjavik

Sigrún og Gestur stýra náttúrunni og orkunni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sigrún Ágústsdóttir og Gestur Pálsson hafa verið skipuð sem forstjórar af Umhverfis-, orku og loftslagsráðherra. Gestur verður forstjóri Umhverfis- og orkustofnunar og Sigrún Ágústsdóttir verður forstjóri Náttúruverndarstofnunar en þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráðinu

Sigrún hefur verið forstjóri Umhverfisstofnunar frá 2020 og var þar á undan sviðsstjóri hjá stofnunni. Sigrún hefur sinnt prófdómarastörfum og stundakennslu við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík meðfram öðrum störfum, m.a. í umhverfisrétti og stjórnsýslu umhverfismála. Þá hefur hún starfað að alþjóðamálum á vettvangi umhverfismála um árabil.

Eiginmaður Sigrúnar er Davíð Pálsson leiðsögumaður og eiga þau tvö börn.

Gestur hefur verið forstjóri PCC BakkiSilicon frá árinu 2022. Áður hefur hann meðal annars starfað sem framkvæmdastjóri Veitna, forstjóri Elkem Ísland og framkvæmdastjóri öryggis-, heilbrigðis- og umhverfismála hjá Elkem Ísland.Samhliða störfum fyrir Elkem Ísland hefur Gestur setið í stjórnum félaga á Íslandi og á alþjóðlegum vettvangi, meðal annars í stjórn Grænvangs – samstarfsvettvangs stjórnvalda og atvinnulífs um loftslagsmál og grænar lausnir og í stjórn Festu – miðstöðvar um samfélagsábyrgð.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -