Sigrún Grímsdóttir hafði samband við Mannlíf eftir að hafa orðið fyrir aðkasti er hún skrifaði færslu á Facebook. Færsla hennar fjallaði um reynslu hennar af flóttafólki.
Í færslunni segir hún frá reynslu sinni af flóttafólki sem sveik hana eftir að hún hafði opnað heimili sitt og faðm fyrir þeim en hún hefur látið sér málefni flóttafólks varða í fjöldi ára. Eftir að hún birti færsluna á Facebook hefur hún orðið fyrir holskeflu skítkasta og leiðinda. Skrifaði hún eftirfarandi færslu til að svara því:
„Mér er brugðið við þeim viðbrögðum sem færslan mín um flóttafólk fær á netinu.Ég vil taka því fram að þetta á ekki við allt flótta fólk, ég er nú einu sinni þannig að ég geng út frá því að allt fólk sé gott fólk þar til annað kemur í ljós.
p/s Það var als ekki ætlun mín að særa neinn með fyrri færslu minni þetta er eingöngu mín reynsla og á als ekki við um alla og vil ég hér með biðjast fyrirgefningar ef ég með skrifum mínum hef sært einhvern.“
Í samtali við Mannlíf sagði Sigrún hafa hjálpað mörgum í gegnum árin: „Ég hef hjálpað flóttafólki í gegnum árin. Ég vildi ekki með þessum skrifum mínum hella bensíni á eldinn hjá rasistum, það var ekki meiningin með þessum skrifum.“