Föstudagur 22. nóvember, 2024
-1.6 C
Reykjavik

Sigrún sagði frá reynslu sinni af flóttafólki og hlaut bágt fyrir: „Vildi ekki hella olíu á eldinn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sigrún Grímsdóttir hafði samband við Mannlíf eftir að hafa orðið fyrir aðkasti er hún skrifaði færslu á Facebook. Færsla hennar fjallaði um reynslu hennar af flóttafólki.

Í færslunni segir hún frá reynslu sinni af flóttafólki sem sveik hana eftir að hún hafði opnað heimili sitt og faðm fyrir þeim en hún hefur látið sér málefni flóttafólks varða í fjöldi ára. Eftir að hún birti færsluna á Facebook hefur hún orðið fyrir holskeflu skítkasta og leiðinda. Skrifaði hún eftirfarandi færslu til að svara því:

„Mér er brugðið við þeim viðbrögðum sem færslan mín um flóttafólk fær á netinu.Ég vil taka því fram að þetta á ekki við allt flótta fólk, ég er nú einu sinni þannig að ég geng út frá því að allt fólk sé gott fólk þar til annað kemur í ljós.

Það sem mér ofbýður er framkoma yfirvalda við þetta fólk, sem er fyrir neðan allar hellur. Það er öllum hleypt inn í landið síðan tekur allt upp í tveggja ára bið hjá þessu fólki að fá niðurstöðu sinna mála,þetta fólk er í mörgum tilfellum búið að koma sér vel fyrir hér á landi, svo loks kemur niðurstaða stjórnvalda þessu sama fólki er sparkað úr landi að hætt nasista.
Ég vil að við hlúum að þessum hælisleitendum að hætti siðmenntaðri þjóðar afgreiða mál þeirra eins fljót og unnt er skila því til síns heima þar sem á við og styrkja það þar. Væri ekki skinsamlegra að hjálpa þessu fólki sem hingað vilja koma frá þeim stað þar sem það kemur frá kanna stöðu þess fljótt og örðuglega og bjóða því svo velkomið þar sem við á.

p/s Það var als ekki ætlun mín að særa neinn með fyrri færslu minni þetta er eingöngu mín reynsla og á als ekki við um alla og vil ég hér með biðjast fyrirgefningar ef ég með skrifum mínum hef sært einhvern.“

Í samtali við Mannlíf sagði Sigrún hafa hjálpað mörgum í gegnum árin: „Ég hef hjálpað flóttafólki í gegnum árin. Ég vildi ekki með þessum skrifum mínum hella bensíni á eldinn hjá rasistum, það var ekki meiningin með þessum skrifum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -