Föstudagur 21. febrúar, 2025
5.8 C
Reykjavik

Sigurður Bjarklind er látinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sigurður Bjarklind, kennari á Akureyri er látinn eftir erfið veikindi. Hann var 77 ára.

Sigurður fæddist 7. desember 1947 í Reykjavík og lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 10. febrúar.

Hjónin Sigríður Björnsdóttir Bjarklind og Jón Bjarklind voru foreldrar Sigurðar.

Fram kemur í andlátsfrétt Akureyri.net að Sigurður hafi numið í læknadeild Háskóla Ísland í nokkur ár, eftir að hann kláraði stúdentinn frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1968. Hóf hann störf sem kennari við Menntaskólann á Akureyri 1976 og við Háskólann á Akureyri árið 1987. Hann kenndi í báðum skólunum til árisins 2017, líffræði, efnafræði og skildar greinar.

Árum saman var Sigurður einn kunnasti fallhlífastökkvari landsins en hann stökk um 800 sinnum á árunum 1966 til 1991.

Fyrri kona Sigurðar var Ólöf Magnúsdóttir en þau slitu samvistir. Saman áttu þau soninn Magnús Bjarklind. Ekkja Sigurðar er Margrét Ásta Skúladóttir frá Akureyri en börn þeirra eru Ívar og Halla Sigríður, bæði búsett í Reykjavík.

- Auglýsing -

Sigurður verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju mánudaginn 24. febrúar.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -