Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-3.4 C
Reykjavik

Sigtryggur er fallinn frá

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sigtryggur Rósmar Eyþórsson er fallinn frá. Hann var 83 ára gamall en mbl.is greindi frá andláti hans.

Sigtryggur fæddist í Reykjavík árið 1941 og þegar að hann lauk grunnskóla hóf hann störf hjá Póststofunni í Reykjavík en eftir vinnu rak hann sjálfur Frímerkjastofuna. Hann fluttist svo um tíma til Danmerkur en fluttist síðar heim til Íslands og vann hjá Eddu hf. sem sölustjóri. Sigtryggur stofnaði svo XCO hf. árið 1974 og sinnti því þar til hann þurfti að hætta vegna aldurs. Fyrirtækið sérhæfði sig í inn- og útflutningi.

Sigtryggur var mikill áhugamaður um frímerki og sat um tíma í stjórn Landssambands íslenskra frímerkjasafnara. Þá sat hann einnig í stjórn Blindrabókasafnsins og Blindravinnustofunnar en Sigtryggur var lögblindur stærsta hluta ævinnar. Hann var sömuleiðis meðlimur í Frímúrarareglunni í Reykjavík.

Sigtryggur lætur eftir sig eiginkonu, þrjú börn og sjö barnabörn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -