Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.1 C
Reykjavik

Sigurður G. hefur þetta að segja um metoo: „Barátta gegn ofbeldi í hvaða mynd er hætta búin í dag“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Gengur lygin frá #met­oo?“ spyr lög­maðurinn Sigurður G. Guð­jóns­son á Face­book í dag.

„Á dögunum benti ég á í pistli á Face­book, sem dv.is tók upp og birti, að sögur af of­beldi á sam­­fé­lags­­miðlum væru ekki endi­­lega alltaf sannar, og nefndi að fjöl­­miðlar gerðu lítið í því að sann­­reyna slíkar sögur áður en fréttir byggðar á þeim væru birtar. Þessi pistill var ekki skrifaður af til­­efnis­lausu, heldur vegna þess að ég lagðist yfir og skoðaði gögn, sem manneskja hafði birt á sam­­fé­lags­­miðlum sínum og fjöl­­miðlar og góða fólkið gleyptu at­huga­­semda­­laust við, og fjallað var um eins og hinn hreina sann­­leika.“

Við þetta fólk – vil ég segja…

„Skrif mín fóru fyrir brjóstið á nokkrum mann­eskjum. Eins og oft áður gleymdu þeir sem hæst buldi í mál­efninu og beitt var hefð­bundnum fúk­yrða­flaumi. Orð­­færi og van­­stillingin þessara aðila segir allt um höfundana og verður seint talið þeim til sóma, frekar en hótanir sem hafa borist með skila­­boðum úr símum með ó­­­skráðum númerum og skít­kast frá mönnum sem ljúga upp á sig starfs­heitum og stöðum, vegna þess að þeir treysta sér ekki til að sýna sitt rétta and­lit,“ skrifar Sigurður.

„Við þetta á­­gæta fólk, sem má hafa allar skoðanir á mér per­­sónu­­lega, vil ég bara segja, að bar­áttu gegn of­beldi í hvaða mynd sem er, er hætta búin í dag vegna þeirra sem ganga um ljúgandi til þess að skapa sér stöðu og álit sem engin inni­­stæða er fyrir.
Það fólk er lík­­legra til ganga frá #met­oo en ég, sem hef tekið slagi fyrir fleiri enn einn þolanda of­beldis í víðustu merkingu þess orðs. Set svo hér amen eftir efninu og þakka góðar kveðjur,“ segir hann að lokum og birtir fjölda skjáskota með færslu sinni.

Pistillinn á facebook á dögunum

„Við þá yfir­­­borðs­­kenndu um­­ræðu, sem einkum fór fram á miðlum RÚV var kallaður til fjöldi á­lits­gjafa, svo sem fólk úr há­­skóla­­sam­­fé­laginu, mann­eskjur á frama­braut í við­­skipta­lífinu og for­­seti ASÍ. Allir áttu á­lits­gjafarnir það sam­eigin­­legt að þekkja ekkert til málsins og inn­­legg þeirra af þeim sökum voru mis­­gáfu­­leg,“ skrifar Sigurður.

„Skoðun á frá­­sögnum mann­eskjunnar af of­beldinu hefur leitt í ljós að frá­­sögnin er sí­breyti­­leg og lifandi. Efnið virðist ráðast nokkuð af því hverjum skal fórnað, ,,hent undir strætó” svo notað sé orð­­færi sem mann­eskjunni er tamt að nota.“

- Auglýsing -

Sigurður segir hátt­semina minna sig á hátt­semi Önnu „sem laug á sig auði í Evrópu, og hafði fjár­málaelítu New York að fífli með sí­breyti­­legum sögum og lék fleiri en eitt hlut­­verk. Sögur Önnu reyndust hrein lygi eins og sjá má í Net­flixþáttum um hana.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -