Þetta eru milljarðar á ári sem glatast vegna þess að kerfið er ekki nægilega gott?
„Já, og það er eitthvað sem við getum ekki sætt okkur við,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra.
Sigurður Ingi segir að stjórnvöld séu þegar með áætlanir um að bregðast við þessum vanda.
„Annars vegar með því sem við erum að skrifa í stjórnarsáttmálann að búa til þá ferla að framkalla val á virkjunarkostum sem er þá hægt að fara. Svo var hér frumvarp á þinginu síðastliðið vor sem kláraðist því miður ekki sem á að hjálpa til við línulagnir þar sem þær fara í gegnum fleiri en eitt sveitarfélag og ágreiningur er um, og það er frumvarp sem þarf að komast inn í þingið sem fyrst aftur,“ segir Sigurður Ingi.
Hann segir slæmt að raforkukerfið geti ekki annað eftirspurn.
„En síðan er þriðji valkosturinn að gera allt sem við mögulega getum til þess að nýta raforkuna betur, það er að segja sóa henni ekki,“ segir Sigurður.