Sigurður Líndal, fyrrum lagaprófessor, er látinn 92 ára að aldri.
Sigurður fæddist árið 1931 og var sonur Þórhildar Briem og Theódórs Líndal. Ásamt því að vera menntaður lögfræðingur var hann einnig með BA gráðu í latínu og mannkynssögu og MA gráðu í sagnfræði.
Sigurður kom víða við á langri ævi en hann var lengst af prófessor við lagadeild Háskóla Ísland frá 1972 til 2001 og forstöðumaður Lagastofnunar HÍ frá 1976 til 2001. Þá var Sigurður ritstjóri Sögu Íslands frá 1972 til 2016.
Eftirlifandi eiginkona hans er María Jóhannsdóttir, fv. skrifstofustjóri heimspekideildar HÍ, og lætur hann eftir sig tvær dætur, Kristínu og Þórhildi.
Mbl.is greindi frá