Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-3.3 C
Reykjavik

Sigurjón Þórðarson útilokar ekki oddvitasæti fyrir Flokk fólksins: „Er klár í hvað sem er“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sigurjón Þórðarson útilokar ekki að hann taki oddvitasæti Fólks fólksins í Norðausturkjördæmi, nú þegar Jakob Frímann Magnússon hefur verið settur út af sakramentinu.

Heilbrigðisfulltrúinn og varaþingmaður Flokk fólksins í Norðvesturkjördæmi, Sigurjón Þórðarson segist í samtali við Mannlíf vera til í að bjóða sig fram í hvaða sæti sem honum býðst fyrir komandi kosningar. „Ég er til í að vera í hvaða sæti sem er,“ segir Sigurjón aðspurður um mögulegt framboð. Mannlíf spurði hann hvort hann sæktist ekki eftir oddvitasætinu en Sigurjón sagði að það yrði tilkynnt síðar í dag. „Það má segja að ég sé klár í hvað sem er,“ bætti hann við.

Mannlíf spurði hann einnig hvað honum fyndist um þá uppstokkun sem hefur átt sér stað í Flokki fólksins, að þeir Tómas A. Tómasson og Jakob Frímann Magnússon hafi verið teknir af framboðslistum flokksins. Sigurjón svaraði: „Þetta var bara niðurstaðan hjá þessair nefnd sem var að fara yfir þessi mál. Ég held að þeir hafi bara skilað góðu verki, ég held að það sé nú bara málið. En það er líka að koma gott fólk til liðs við okkur. En þeir eru bara búnir að standa sig vel, ekkert annað um það að segja. Þetta var bara niðurstaða hjá þeim aðilum sem voru að fjalla um þetta, ég hafði ekki aðkomu að því.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -