Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Sigurlaug sá Svarthöfða á gjörgæslunni: „Hvað í andskotanum er í gangi hérna?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sigurlaug Helga segir átakanlega sögu sína í nýju helgarblaði Mannlífs en endaði hún tvisvar sinnum í öndunarvél á sama árinu. Það sem blasti við henni á gjörgæslunni voru Svarthöfði sjálfur, Sith lávarður Stjörnustríðs myndanna, E.T., sem líklega hefur þá ekki náð símasambandi við heimkynni sín, og fleiri fígúrur úr ýmsum bíómyndum.

„Ég var náttúrulega á miklum lyfjum og ennþá mjög veik. Ég vaknaði með rosalega miklar ofskynjanir og ég get eiginlega hlegið að því í dag. Ég semsagt sá gjörgæsluna þannig að ég sé bara einhverjar sci-fi fígúrur út um allt. Svarthöfða og bara E.T. og bara allskyns fígúrur úr einhverjum bíómyndum. Í herberginu við hliðina á þá sé ég hjúkrunarfræðinga og lækna með einhverskonar fígúru í öndunarvél að mæla lífsmörk. Þetta var rosalega skrítið að ég var nátturulega í þannig ástandi að þetta virkaði raunverulegt. Þegar ég vaknaði þá gat ég ekki talað en ég hugsaði með mér „Hvað í andskotanum er í gangi hérna? Er enginn með eftirlit með þessu fólki? Veit enginn hvað er að gerast?“. Ég var orðin hneyksluð og ég hugsaði með mér að ég gæti ekki horft upp á þetta. Ég hringi sjálf í Ölmu Möller þegar ég losna héðan“.

Starfsfólk sjúkrahússins fór þá að huga að henni. Hún var spurð spurninga til að athuga hversu vel eða illa áttuð hún væri. Hún var spurð hver hún væri og hvaða ár væri. Það tók hana svolitla stund að ná áttum. Hún var, eins og hún segir sjálf, svolítið síðust með fréttirnar því hún vissi ekki hversu lengi henni hafi verið haldið sofandi. Hún fór að hugsa hvar börn hennar væru, hver afdrif kattarins hennar væru. Það sem hræddi hana á þeirri stundu að allt skammtímaminni hennar var sem það hefði gufað upp. Sem dæmi fannst henni hún vera að hitta hjúkrunarfræðing í fyrsta sinn sem þó hafði heimsótt hana fimm mínútum áður. Hún var á þessum tímapunkti farin að halda að þarna hlyti raunin að vera sú að læknarnir héldu að hún væri heilabiluð og það væri verið að áforma um hvaða stofnun ætti að vista hana á.

Ástandið á henni skánaði þó þegar líða tók á daginn og hún fékk málið og minnið að einhverju leyti til baka. Hjúkrunarfræðingur kom svo til hennar og tjáði henni að það væri búið að hafa samband sjúkrahússprest við fyrir hana.
Viðtalið má lesa í heild sinni í helgarblaði Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -