Mánudagur 23. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Silja Bára um Donald Trump: „Hefur auðvitað náð að búa til svona persónuleikasértrúarsöfnuð“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Silja Bára Ómarsdóttir segir að Donald J. Trump hafi búið til „persónuleikasértrúarsöfnuð“ og telur að hann muni bera sigur úr bítum í forsetakosningunum í Bandaríkjunum.

Silja Bára, stjórnmálafræðingur mætti í spjall til Jóns Trausta Reynissonar í glænýjum hlaðvarpsþætti hans, Út fyrir boxið. Hér má lesa brot úr þættinum:

Jón Trausti: „Silja Bára Ómarsdóttir, sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum og alþjóðasamskiptum, velkomin. Nú blasir einhvern veginn við að við stöndum á krossgötum í heiminum. Þú sérð það þannig, nú þurfum við að tölum saman, að það sé líklegast Trump verði forseti. Hvað heldur þú að orsaki þetta því að, hann hefur náttúrulega aðra stöðu núna heldur en síðast þegar hann vann kosningar. Nú hefur hann verið dæmdur. Hann hefur orkístrerað eða hvatt til árásar á þinghúsið í Bandaríkjunum. Hann hefur gengið mun lengra í yfirlýsingum. Meðal annars gegn pólitískum andstæðingum, hótar að nota herinn gegn þeim og nafngreindum aðilum. Hvers vegna heldur þú að fólk styðji hann ennþá í Bandaríkjunum?“

Silja Bára: „Trump hefur auðvitað náð að búa til svona persónuleikasértrúarsöfnuð. Hann er holdgervingur eða táknmynd einhvers konar andstöðu fólks sem er ósátt við kerfið, ósátt við sitt hlutskipti í lífinu, finnst það ekki vera metið að verðleikum, telur sig eiga rétt á að hafa aðra betri stöðu og einhverra hluta vegna þá nær þessi síðmiðaldra eða aldraði milljarðamæringur að verða svona já holdgervingur þess að sem að fólk sér að ríkið sé vont við sig. Af því þú nefnir þessi dæmi með að hann hafi verið dæmdur og þess háttar, að þá getur hann sagt: „Sjáið þið hvernig komið fram við mig með öll mín völd og alla mína stöðu? Og hér er ríkið engu að síður að traðka á mínum réttindum. Að beita beita dómstólum í pólitískum tilgangi gegn mér. Og hugsið ykkur hvernig það væri ef að ég væri ekki á milli ykkar og ríkisins.“ Þannig að, að, að það er eitthvað þarna sem hann nær að halda í. Með þessar hugmyndir sem hann setur fram með MAGA slagorðið „Make America great again“, það vísar í einhverja óljósa, óskilgreinda fortíð þar sem fólk getur svolítið valið hvaða mynd það er sem það myndi vilja sækja. Hvaða samfélagsgerð hann er að vísa í, af því að hann skilgreinir það ekki sjálfur. Þegar [Robert F.] Kennedy lýsti yfir stuðningi við hann og kom fram með honum, hefur hann sagt: Jú, hann er að vísa í valdatíma Johns F. Kennedy, svona Camelot-tímabilið kallað í Bandaríkjunum, en annars hefur hann ekki gefið til kynna hvaða tímabil þetta er. En viðbragðið, tilfinningin sem þetta kallar fram hjá fólki er að mínu mati tilfinning um samfélag sem var fastara í skorðum, þar sem að hlutverk kynja voru skilgreindari, þar sem að karlar voru fyrirvinnur og konur voru heimavinnandi. Þar sem að samkynhneigð var ekki viðurkennd, karlmennska var af ákveðinni tegund og þar af fram eftir götunum. Og líka að það var miklu meiri aðskilnaður á milli fólks af ólíkum uppruna.“

Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -