Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.8 C
Reykjavik

Símafyrirtækin leggjast á eitt: Bjóða gjaldfrjáls símtöl frá Íslandi til Úkraínu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Símafyrirtækið Vodafone hefur frá 25. febrúar boðið þeim sem þurfa að hafa samband við ættingja og ástvini í Úkraínu í gegnum farsíma, að gera það án endurgjalds. Nú hafa símafyrirtækin Hringdu, Síminn og Nova farið að fordæmi Vodafone.

Bent hafði verið á það undanfarið að símtöl til Úkraínu væru afar kostnaðarsöm. Til að mynda skoraði Sema Erla Serdar á símafyrirtækin Símann, Hringdu og Nova að gera það sama og Vodafone, á Twitter-reikningi sínum. „Vodafone hefur opnað fyrir gjaldfrjáls símtöl frá Íslandi til Úkraínu sem venjulega eru mjög dýr,“ sagði í færslu Semu Erlu. Hún skoraði því næst á hin símafyrirtækin að gera slíkt hið sama „og auðvelda þar með fólki hér á landi að hafa samband við ástvini sína í stríði eða á flótta. Koma svo!“ Sema Erla er meðal annars einn stofnenda Solaris – hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi.

Sema Erla Serdar

Hringdu veitir gjaldfrjáls símtöl til Úkraínu fram til 15. mars og lengur, gerist þess þörf. Fyrirkomulagið gildir bakvirkt frá 22. febrúar. Síminn býður öll símtöl og SMS til Úkraínu án endurgjalds, bæði úr farsíma og heimasíma. Gildir það afturvirkt frá 1. febrúar. Einnig verða öll gjöld felld niður ef íslensk númer eru í Úkraínu í reiki. Í tilkynningu frá Nova segir að fyrirtækið bjóði frí símtöl og SMS til Úkraínu út mars.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -