Miðvikudagur 25. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Simma Vill þykir Gísli Marteinn leiðinlegur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hinn bráðfyndni og skemmtilegi Sigmar Vilhjálmsson, oftast kallaður Simmi Vill, er undir Stækkunargleri Mannlífs þessa vikuna.
Simmi byrjaði fjölmiðlaferil sinn árið 1999 þegar hann, ásamt félaga sínum Jóhannesi Ásbjörnssyni, byrjaða með útvarpsþáttinn 70 á Mónó. Ári síðar færðu þeir sig yfir í sjónvarp og byrjuðu með þáttinn 70 mínútur, sem hlaut gríðarlegar vinsældir. Næst stýrðu þeir Simmi og Jói saman Idol Stjörnuleit sem hóf göngu sína árið 2003.
Þó Simmi hafi nú sett fjölmiðlaferil sinn til hliðar og farið út í rekstur, er hann virkur á Instagram og gaman að fylgjast með honum í lífsins amstri á þeim vettvangi, þar sem glettnin er oftar en ekki við völd.
Mannlíf komst að því að Simmi telur sig aldrei hafa upplifað eitthvað sem flokkast getur sem sorg, hann segist vera hreinskilinn og telur ókost sinn vera hve upptekinn hann er.

Fjölskylduhagir? Einhleypur þriggja barna faðir.

Menntun/atvinna? Framkvæmdastjóri.

Uppáhalds sjónvarpsefni? Heimildamyndir.

Leikari? Fyrir MeToo var Kevin Spacey hátt skrifaður, en það er erfitt að gera uppá milli. Kate Winslet og Barbara Streisant hafa aldrei klikkað, ekki frekar en Robert DeNero og Al Pacino. Tom Hardy er líka geggjaður. Það er ekki hægt að gera upp á milli.

Rithöfundur? Fyodor Dostoevsky.

- Auglýsing -

Bók eða bíó? Í Covid var það Bókin. En best er að sjá myndina eftir að hafa lesið bókina.

Besti matur? Sá matur sem er í boði hverju sinni.

Kók eða Pepsí? Coke Zero.

- Auglýsing -

Fallegasti staðurinn? Egilsstaðir, enda eini fjögurra árstíða staður á Íslandi 🙂

Hvað er skemmtilegt? Að vera með skemmtilegu fólki.

Hvað er leiðinlegt? Að vera með leiðinlegu fólki.

Hvaða flokkur? Er ekki bara best að kjósa Framsókn.

Hvaða skemmtistaður? Enda nú oftast á KaldaBar.

Kostir? Hreinskilinn.

Lestir? Upptekinn.

Hver er fyndinn? Egill Einarsson.

Hver er leiðinlegur? Gísli Marteinn.

Trúir þú á drauga? Trúi? Þeir eru nú ekki ánægðir með þessa spurningu.

Stærsta augnablikið? Þegar elsti sonur minn kom í heiminn, síðan komu tveir í viðbót og það var ekkert sérstakt (djók). Fyrsta reynslan er samt sterkari, það er satt.

Mestu vonbrigðin? Skúli í Subway.

Hver er draumurinn? Að geta hætt störfum við góða heilsu og notið lífsins.

Mesta afrek sem þú hefur unnið á þessu ári? Kláraði garðinn minn og hélt sjó í Covid.

Ertu búin að ná öllum þínum markmiðum? Nei, ég er ekki hættur störfum við góða heilsu.

Manstu eftir einhverjum brandara? Já. Tvær kindur úti á haga bíta gras. Önnur segir: Meeeee. Þá segir hin: Vá, ég var að fara segja þetta!

Vandræðalegasta augnablikið? Þegar fyrrverandi tengdafaðir minn kom inn á okkur Bryndísi.

Sorglegasta stundin? Sorg er sterkt orð. Ég hef ekki ennþá upplifað hluti sem ég get með góðu móti flokkað undir sorg. En ég hef oft verið sorglegur í þeirri meiningu að gera mig að fífli. Gerist daglega.

Mesta gleðin? Ekki neitt eitt sem stendur upp úr. Það eru ótal mörg atvik sem hafa skapað mikla gleði og þau tengjast öll fjölskyldu og vinum.

Mikilvægast í lífinu? Að koma fram við náungann eins og þú vilt að hann komi fram við þig.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -