Fjölmiðlamaðurinn Sindra Sindrason er hokinn af reynslu.
„Frá degi eitt hef ég viljað vinna í fjölmiðlum við að lesa fréttir,“ sagði Sindri í viðtali í Mannlega þættinum á Rás 1 og segir frá því að hann hafi neytt fjölskyldu sína til að horfa á þykjustufréttatíma hjá honum sem barn. „Ég lét mömmu og pabba horfa á mig og ég truflaðist þegar ég sá að þau voru meira að horfa á fréttirnar í sjónvarpinu heldur en mig.“
Eftir nám erlendis sótti Sindri tvisvar sinnum um vinnu á Stöð 2 en fékk ekki. En eftir að hafa starfað um tíma á Viðskiptablaðinu fékk hann símtal frá Páli Magnússyni, sem stýrði Stöð 2 á þeim tíma, þar sem honum var boðið að lesa morgunfréttir.
„Ég elska Stöð 2 og ef ég verð þarna lengur fæ ég mér áreiðanlega tattú,“ sagði fjölmiðlamaðurinn síkáti.