„Ef henni verður hafnað þá verður félaginu stefnt fyrir dómstóla,“ segir ritstýran og baráttukonan Margrét Friðriksdóttir kokhraust og birtir jafnframt kröfubréf sitt á hendur Icelandair flugfélaginu, á Facebook.
Margrét hefur undanfarið staðið í opinberri deili við flugfélagið. Í september var henni vísað úr flugvél Icelandair en Fréttablaðið fullyrti að ástæðan hafi verið að hún hafi neitað að vera með grímu. Margrét vill þó meina að málið hafi snúist um tösku sem henni hafi verið neitað að taka um borð.
Sjá einnig: Margrét segist ekki flugdólgur: „Skömm sé Icelandair“