Mannlíf birtir hér myndbandsupptökur frá skemmtiklúbbnum Bankastræti Club þar sem 27 manna hnífaher réðst á þrjá menn um tvítugt. Þremenningarnir særðust alvarlega í hnífaárásinni en eru ekki taldir í lífshættu. Hótanir höfðu gengi á milli mannanna á samfélagsmiðlum fyrir árásina.
Myndböndin má finna hér neðan í fréttinni. Upptökur úr öryggismyndavélum innan úr Bankastræti Club sýna árás sautján grímuklæddra manna á þrjá sem voru þar staddir. Lögregla hefur handtekið tæplega þrjátíu manns vegna málsins.
Dyravörðurinn Jón Pétur Vágseið er einn þeirra sem fór ásamt fylkingu 27 hettuklæddra hnífamanna inn á skemmtistaðinn Bankastræti Club aðfararnótt föstudagsins síðastliðinn. Þrír menn slösuðust alvarlega í hnífaárásinni eftir að hafa verið margstungnir. Engar heimildir eru fyrir því að Jón hafi beitt vopni í átökunum. Hann var samkvæmt heimildum Mannlífs, ekki inni í því herbergi þar sem árásirnar áttu sér stað.
21 hefur verið handtekinn í tengslum við málið, tólf sitja í gæsluvarðhaldi en lögregla á enn eftir að taka ákvörðum um hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir þremur. Hinum hefur verið sleppt úr haldi og fimm til sex manna er enn leitað vegna árásarinnar. Þá hafa fjölskyldumeðlimir hinna grunuðu árásarmannanna sætt stöðugum hótunum og árásum síðan og einhverjir hafa flúið út á land vegna ástandsins.
Þú getur séð mynbandið með því að smella hér.
Sjá einnig: Margstunginn á Bankastræti Club og sendir kveðju frá sjúkrabeði: „Nokkrar stungur, ekkert stress!“