Miðvikudagur 15. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Sjáðu hnífaárásina á Bankastræti Club – MYNDBÖND – Myndbandsupptökur innan úr skemmtistaðnum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mannlíf birtir hér myndbandsupptökur frá skemmtiklúbbnum Bankastræti Club þar sem 27 manna hnífaher réðst á þrjá menn um tvítugt. Þremenningarnir særðust alvarlega í hnífaárásinni en eru ekki taldir í lífshættu. Hótanir höfðu gengi á milli mannanna á samfélagsmiðlum fyrir árásina.

Myndböndin má finna hér neðan í fréttinni. Upp­tök­ur úr ör­ygg­is­mynda­vél­um inn­an úr Banka­stræti Club sýna árás sautján grímu­klæddra manna á þrjá sem voru þar stadd­ir. Lög­regla hef­ur hand­tek­ið tæp­lega þrjá­tíu manns vegna máls­ins.

Dyravörðurinn Jón Pétur Vágseið er einn þeirra sem fór ásamt  fylkingu 27 hettuklæddra hnífamanna inn á skemmtistaðinn Bankastræti Club aðfararnótt föstudagsins síðastliðinn. Þrír menn slösuðust alvarlega í hnífaárásinni eftir að hafa verið margstungnir. Engar heimildir eru fyrir því að Jón hafi beitt vopni í átökunum. Hann var samkvæmt heimildum Mannlífs, ekki inni í því herbergi þar sem árásirnar áttu sér stað.

21 hefur verið handtekinn í tengslum við málið, tólf sitja í gæsluvarðhaldi en lögregla á enn eftir að taka ákvörðum um hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir þremur. Hinum hefur verið sleppt úr haldi og fimm til sex manna er enn leitað vegna árásarinnar. Þá hafa fjöl­skyldu­með­limir hinna grunuðu árásarmannanna sætt stöðugum hótunum og á­rásum síðan og ein­hverjir hafa flúið út á land vegna á­standsins.

Þú getur séð mynbandið með því að smella hér.

Sjá einnig: Margstunginn á Bankastræti Club og sendir kveðju frá sjúkrabeði: „Nokkrar stungur, ekkert stress!“

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -