Miðvikudagur 25. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

SJÁÐU MYNDIRNAR – Einstök glitskýjamyndun á Austurlandi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Náttúrufegurðin á Austurlandi er óumdeild en undanfarna daga hefur verið einstaklega falleg þar en Jónína Guðrún Óskarsdóttir náði nokkrum gullfallegum ljósmyndum af fegurðinni.

Þeir sem eru vinir Austfirðinga á Facebook hafa sjálfsagt tekið eftir fjöldi ljósmynda af glitskýjum sem voru sérlega greinileg fyrir austan síðustu daga. Jónína Guðrún Óskarsdóttir náði nokkrum afar fallegum ljósmyndum á Fáskrúðsfirði og birti á Facebook. Gaf hún Mannlífi góðfúslegt leyfi til birtingar á þeim.

Ljósmynd; Jónína Guðrún Óskarsdóttir
Ljósmynd: Jónína Guðrún Óskarsdóttir
Ljósmynd: Jónína Guðrún Óskarsdóttir

En hvað er þetta fyrirbæri, glitský? Á vef Veðurstofu Íslands má lesa eftirfarandi útskýringu á glitskýjum:

Glitský myndast þegar óvenjukalt er í heiðhvolfinu (um eða undir -70 til -90 °C), og eru úr ískristöllum, eða úr samböndum ískristalla og saltpétursýru-hýdrötum (t.d. HNO3.3H2O). Þessi síðarnefndu ský geta valdið ósóneyðingu, en yfirborð ískristallanna getur virkað sem hvati í efnaferli þar sem klór í heiðhvolfinu breytist í skaðleg ósóneyðandi efni (t.d. klór-mónoxíð ClO).

Kristallarnir í skýjunum beygja sólarljósið, en mismikið eftir bylgjulengd þess. Þannig beygir blátt ljós meira en rautt. Rauða ljósið kemur því til okkar undir öðru horni en það bláa, þannig að við sjáum það koma frá öðrum hluta glitskýsins. Litaröðin frá jaðri inn til miðju skýsins er stundum eins og vísuorðin: gulur, rauður, grænn og blár en oft er skýið einnig hvítt í miðju. Litirnir eru líka háðir stærðardreifingu agna í skýjunum, þannig að oft má sjá rauða, gula og græna flekki í bland.

Þau sem vilja skoða fleiri ljósmyndir eftir Jónínu Guðrúnu geta kíkt á eftirfarandi hlekki:

- Auglýsing -

Nacreous clouds in Fáskrúðsfjörður today

https://www.facebook.com/IcelandicQueenOfAuroraBorealis/

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -