Laugardagur 21. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Sjálfstæðisflokkurinn boðaði til neyðarfundar: „Við erum í brekku, við verðum að viðurkenna það“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sjálfstæðisflokkurinn boðaði þingmenn sína til neyðarfundar í Valhöll klukkan hálf fjögur í dag og stendur fundurinn enn yfir. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra viðurkennir að ríkisstjórnin sé „í brekku“.

„Það er bara ákall eftir því að við hittumst eins og við gerum reglulega í þingflokknum. Það vita allir að það er spenna í kringum stjórnina og þingflokkurinn vill eiga samtal, eins og við eigum alltaf,“ sagði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, við fréttamann RÚV þegar hann kom í Valhöll á þingflokksfundinn.

„Við erum að ræða veturinn fram undan, stjórnarsamstarfið og þá stöðu sem er uppi í stjórnmálunum,“ bætti hann við.

Aðspurður hvort ríkisstjórnarsamstarfið hangi á bláþræði svaraði Bjarni:

„Við erum í brekku, við verðum að viðurkenna það.“

Uppfært

- Auglýsing -

Neyðarfundi Sjálfstæðisflokksins er lokið, tveimur tímum eftir að hann hófst. Samkvæmt RÚV ræddi Bjarni Benediktsson á fundinum við þingflokksfólk sitt um framtíð stjórnarsamstarfsins.

Sagði Bjarni við fréttamann RÚV að eðlilegt hafi verið að Sjálfstæðisflokkurinn kæmi saman vegna þeirra spennu sem ríkir í stjórnarsamstarfinu en segir enga sérstaka niðurstöðu hafa náðst á fundinum.

„Engin sérstök niðurstaða, engin sérstök tillaga heldur sem lá fyrir fundinum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -